is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17756

Titill: 
  • Umhverfisvæn íslensk framleiðslufyrirtæki: Hvað gera þau, hvaða upplýsingum miðla þau og hvernig og hvaða árangri telja þau sig ná miðað við helstu keppinauta?
  • Titill er á ensku Environmentally friendly Icelandic production companies: What do they do, what information do they communicate about their environmentally friendly practices and how and how do they perform compared to their main competitors?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Höfundur gerði megindlega rannsókn í formi spurningakönnunar. Tilgangur hennar var að komast að því hvað lítil og meðalstór íslensk framleiðslufyrirtæki hafa verið að gera til þess að teljast umhverfisvænni og hver tengsl þess við markaðslegan, fjárhagslegan og umhverfislegan árangur eru, að komast að því hverju þau hafa verið að miðla um umhverfisvæna framleiðsluhætti sína til viðskiptavina sinna og hvernig þau hafa verið að gera það og hver tengsl árangurs miðlunarinnar og markaðslegs og fjárhagslegs árangurs eru og að komast að því hversu umhverfisvæn þau telji sig vera í samanburði við helstu keppinauta og tengsl þess við markaðs- og fjárhagslegan árangur.
    Fyrirtækin hafa ástundað umhverfisvænar aðgerðir í framleiðslu sinni. Algengustu aðgerðirnar voru; að taka mið af umhverfislegum viðmiðum, að framfylgja stefnu umhverfisvænnar framleiðslu, að skipta óumhverfisvænum hráefnum út fyrir umhverfisvænni hráefni og að stuðla að aukinni vitund starfsmanna um umhverfismál, með þjálfun, og í kjölfarið mati á frammistöðu þeirra. Miðlungs sterk jákvæð tengsl eru á milli ástundunar umhverfisvænna aðgerða og umhverfislegs árangurs. Engin tengsl eru á milli hennar og markaðslegs árangurs en veik jákvæð tengsl milli hennar og fjárhagslegs árangurs. Draga má þá ályktun að ávinningur fyrirtækjanna, með ástunduninni, umfram helstu keppinauta, komi í gegnum sparnað.
    Fyrirtækin miðla aðallega því að þau; hafi notað umhverfisvæn hráefni við framleiðsluna, tekið mið af umhverfislegum viðmiðum og hafi endurunnið úrgang sem hafi fallið til við framleiðsluna til viðskiptavina sinna, oftast með persónulegri sölumennsku og almannatengslum. Þátttakendur töldu sín fyrirtæki ná betri árangri í að miðla upplýsingum um ástundun umhverfisvænna aðgerða en helstu keppinautar þeirra. Veik jákvæð tengsl eru á milli árangurs í að miðla upplýsingum og markaðslegs árangurs en engin tengsl eru á milli þess og fjárhagslegs árangurs. Draga má þá ályktun að ávinningur fyrirtækjanna, sem miðla upplýsingum betur en helstu keppinautar, komi í gegnum tekjur.
    Þátttakendur töldu sín fyrirtæki umhverfisvænni en helstu keppinautar þeirra. Veik jákvæð tengsl eru á milli árangurs í umhverfismálum og markaðslegs árangurs en engin tengsl milli þess og fjárhagslegs árangurs. Draga má þá ályktun að ávinningur fyrirtækjanna, sem ná umhverfislegum árangri umfram helstu keppinauta, komi í gegnum tekjur.

  • Útdráttur er á ensku

    The author conducted a quantitative research in the form of a survey. Its purpose was to find out what small and medium-sized Icelandic production companies (SMIPC) have been doing to become more environmentally friendly and how that relates to their marketing, financial and environmental performance, to find out what SMIPC have been telling their customers, regarding their environmentally friendly production practices and how they have been doing it and the relationship between that and the companies’ marketing and financial performance and to find out how environmentally friendly SMIPC think they are, in comparison with their main competitors, and its relationship with performance.
    The companies have been implementing environmentally friendly practices in their production. The most common practices were; to take environmental criteria into consideration, to strictly enforce rules on cleaner production, to substitute environmentally questionable materials and to improve employee environmental consciousness through training and evaluation. A medium strong positive correlation was found between implementing environmentally friendly practices and environmental performance. No correlation was found between that and market performance but a weak positive correlation was found between environmentally friendly practices and financial performance. From this we can conclude that the companies, by implementing more environmentally friendly practices then heir main competitors benefit from saved costs.
    The most common environmentally friendly practices the companies tell their customers about are that they have; used environment-friendly raw materials, taken environmental criteria into consideration and recycled material internal to the company. This information is most often, communicated via personal selling and PR. They consider themselves more successful, communicating this information then their main competitors. A weak positive correlation was found between performance in telling costumers about conducting environmentally friendly practices and market performance but no correlation between that and financial performance. From this can conclude that the companies, by communicating the information about their environmentally friendly practices better then their main competitors, benefit from increased revenues.
    The participants believe that their companies are more environmentally friendly than their main competitors. A weak positive correlation was found between environmental performance and market performance but no correlation between that and financial performance. From this we can conclude that the companies, by performing better environmentally then their main competitors, benefit from increased revenues.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17756


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð - Stefan A Thoroddsen - Umhverfisvæn íslensk framleiðslufyrirtæki.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna