is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17763

Titill: 
  • Hvatir eða kynfrelsi? Rannsókn á þeim hagsmunum sem nauðgunarákvæði 194. gr. hgl. er ætlað að vernda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um það hvaða hagsmunir það eru sem nauðgunarákvæði 194. gr. hgl. er ætlað vernda og hvaða sjónarmið það eru sem Hæstiréttur lítur til þegar kemur að nauðgun skv. 194. gr. hgl., þ.e. hvort ákvæðið snúist um ákveðna verndarhagsmuni, t.d. kynfrelsi einstaklinga eða hvort hvatir gerandans hafi þýðingu kemur að heimfærslu til nauðgunarákvæðis 194. gr. Fjallað er um það hvað fellur undir hugtakið nauðgun eins og brotið er skilgreint í 194. gr. og hvenær nauðgun telst fullframin. Mikilvægast í þeirri umfjöllun er könnun á því hvert saknæmisstigið þurfi að vera þegar kemur að nauðgunarbroti. Til þess að um sé að ræða nauðgun í skilningi hegningarlaganna þarf að vera ásetningur til allra efnisþátta nauðgunarákvæðisins. Deilt hefur verið um hvaða verndarhagsmunir það eru sem nauðgunarákvæðinu er ætlað að vernda, sérstaklega í ljósi dóms Hæstaréttar frá 31. janúar 2013 (521/2012). Einnig er í ritgerðinni fjallað um fleiri dóma Hæstaréttar og kannað hvort nauðgunarákvæðið snúist um að vernda kynfrelsi brotaþolans eða hvort hvatir gerandans skipti máli þegar metið er hvort gerandinn hafi haft ásetning til nauðgunar.
    Auk þess er fjallað um hvaða hagsmunir það eru sem nauðgunarákvæði íslensku hegningarlaganna er ætlað að vernda í samanburði við nauðgunarákvæði hinna Norðurlandanna. Sérstaklega er fjallað um sænska og norska ákvæðið en það eru þau ákvæði sem núverandi 194. gr. hgl. er ætlað að byggja á. Einnig er nauðgunarákvæði hgl. borið saman við ákvæði nokkurra annarra Evrópulanda sem og borið saman við ákvæði um nauðgun í Bandaríkjunum. Að lokum verður fjallað um sönnun og ýmis vandamál sem tengjast henni.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvatir eða kynfrelsi.pdf991.99 kBLokaður til...01.01.2050HeildartextiPDF