is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17777

Titill: 
  • Fyrir hverja eru stéttarfélög? Áhrif eða áhrifaleysi – ánægjustig almennra félaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stéttarfélög á Íslandi hafa tekið mjög miklum breytingum síðustu áratugi. Verkssvið þeirra hefur víkkað miðað við það sem var við upphaf fyrstu stéttarfélaga sem stofnuð voru hérlendis. Þó starfssviðið hafi víkkað virðast markmiðin lítið hafa hnikast, ef nokkuð
    Stéttarfélög, verkalýðsfélög eða launþegahreyfing - hvað sem fólk kýs að nefna þau samtök sem hafa sem grunnstef frá upphafi haft að standa vörð um réttindi launþega og stuðla að bættum kjörum sinna félaga, þeim hefur fækkað nokkuð hérlendis síðustu áratugi. Sú fækkun er fyrst og fremst rakin til sameininga félaga. Í þessu verkefni er sjónum beint að þremur stéttarfélögum sem eru hvert innan sinna heildarsamtaka og félagsfólki þeirra. Notast var við megindlega aðferðafræði og gerður spurningalisti með rúmlega 30 spurningum. Með úrvinnslu á rafrænni könnun sem send var til allra félaga í þessum stéttarfélögum er leitast við að svara rannsóknarspurningum er snerta viðhorf félagsfólksins til ýmissa þátta í starfi stéttarfélaganna, viðhorf til eigin félags og þekking á skipulagi og þáttum er varða innviði hvers félags.
    Sýnt verður fram á það hve dræm þátttaka félagsfólks er í öllu starfi stéttarfélaga og stjórnir félaganna virðast ekki reyna að efla virkni fólksins sem er grundvöllurinn að starfi félaganna. Lög stéttarfélaga liggja til grundvallar starfs þeirra og þar er ekki ýtt undir að almennir félagar hafi tækifæri til þátttöku án þess að töluverð fyrirhöfn og jafnvel langur undanfari sé að slíku. Áhugi fólks virðist ekki vera í samræmi við þekkingu á félaginu sínu og þátttaka, þó ekki væri nema í atkvæðagreiðslum um eigin kjarasamninga, er frekar takmörkuð nema í undantekningartilvikum. Nýting á réttindum í sjóðum stéttarfélags er einnig áberandi dræm og ótrúlega hátt hlutfall fólks sem aldrei virðist nýta réttindin sem það hefur þó unnið sér inn með greiðslu félagsgjalda eða gjalda sem launagreiðandinn greiðir beint til stéttarfélagsins.
    Geta íslensk stéttarfélög haldið áfram á sömu braut og þau hafa siglt um undanfarna áratugi, varðandi þau málefni sem hér eru til umræðu, eða þurfa þau að fara að vakna upp af doðanum sem þau gætu virst hafa verið í um skeið? Í niðurstöðum kemur fram að þekking svarenda könnunarinnar um málefni eigin stéttarfélags er ekki mikil almennt, nýtingarhlutfall helstu sjóða félaganna er ekki hátt og ákveðnir hópar virðast ánægðir með baráttumálefni síns félags á meðan aðrir eru nokkuð óánægðir. Það er eiginlega á valdi launþeganna, fólksins sem er í stéttarfélögunum, að svara því til hvort stéttarfélögin munu halda áfram á sömu braut og þau hafa verið undanfarna áratugi en til þess að svo megi verða þá þurfa almennir félagar stéttarfélaganna að vakna af sínum Þyrnirósasvefni og segja til sín. Að öðrum kosti er ekki endilega líklegt að einhverjar breytingar muni eiga sér stað.

  • Útdráttur er á ensku

    Trade Unions in Iceland have undergone quite some changes in the last decades. Their functions of activity have widened quite a lot since the foundation of the first Unions in Iceland. Although their functions of activity have widened the goals and objectives have not varied much if anything.
    Trade Unions, Labour Unions or Employees Alliances - whatever people choose to call the organizations which have, since the beginning, had as primary scheme to safeguard the rights of the employees and to contribute to the improvement of terms and conditions on behalf of their members. The number of Trade Unions in Iceland has decreased somewhat in the last decades. The reason is first and foremost tracked back to the merging of some Unions. The task here is to look at three Trade Unions, which are, each and every one of them a member of another umbrella. The methodology used is a quantitative form. A questionnaire was made with just over 30 questions and sent as an e-survey to all members of those Unions. With the processing and interpretation of the e-survey the attempt is made to answer the research questions concerning, the view to various components in one's own Trade Union, towards the Union itself and the knowledge of the structure and components regarding infrastructure of each Trade Union.
    It will be demonstrated, that in every view of the Unions work, the participation of common members is quite poor and the boards of the Unions do not try to enhance the exertion of the members. The statutes of the Trade Unions are the cornerstones of their work and in the statutes there is no encourage in the direction of giving the common member of a Trade Union the opportunity to participate without a whole lot of effort and precursor. The interest and enthusiasm of the members does not seem to be in proportion to the knowledge of one's own Union. The participation, even just concerning the voting on their collective bargaining agreement, seems rather limited. The utilization of earned rights in various mutual funds is also noticeably poor and amazingly high proportion of the members who never seem to use their rights which they have earned themselves by paying membership fees or fees that the employer pays directly to the Union.
    Can Icelandic Trade Unions keep on the same track as they have been on, concerning the issues here addressed, or do they need to start waking up from the numbness which they have been in for a while? The findings of the survey reveals that the knowledge of the respondents about the issues of their own Trade Union is in general not high. The utilization ratio of the key funds in the unions is not high and certain groups seem content with the struggle issues of their union, while other groups are quite discontented. It is actually up to the employees e.g. the members of the Unions to answer that question, but for that to happen, then they need to wake up from their Sleeping Beauty sleep and make themselves known. Otherwise it is not necessarily likely that some change will take place in the near future.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vþe-MPA-050514-allt.pdf2.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna