ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1778

Titill

Vinnan gefur - vinnan krefur : rannsókn á starfsánægju í leikskóla

Útdráttur

Þessi ritgerð er lögð fram sem lokaverkefni til 90 eininga B.Ed. gráðu við Háskólann á Akureyri. Við leituðum svara við spurningunni: Hvað vekur og viðheldur starfsánægju í leikskóla og hvað dregur úr henni? Í fræðilegum hluta ritgerðarinnar fjöllum við um áhrifaþætti starfsánægju sem og orsakir kulnunar í starfi kennara og annars starfsfólks skóla. Til þess að svara rannsóknarspurningunni gerðum við megindlega rannsókn í formi spurningalista sem lagður var fyrir starfsfólk eins leikskóla í Skagafirði. Spurningarlistinn var forprófaður hjá sex svarendum á öðrum leikskóla, áður en hann var lagður fyrir þátttakendur. Spurningalistinn var eingöngu lagður fyrir starfsfólk sem vinnur inni á deild með börnunum. Svarhlutfall var afar gott eða tæplega 94%.
Helstu niðurstöður voru þær að flestir þátttakendur rannsóknarinnar voru ánægðir í starfi og að helstu áhrifaþættir starfsánægju voru staðblær, viðhorf foreldra til starfsins og þekking á uppeldisstefnu skólans. Allir þátttakendur voru sammála um að upplýsingaflæði, starfsumhverfi og starfsþjálfun væri ábótavant.
Í umfjöllun okkar skoðum við niðurstöður rannsóknarinnar og berum þær saman við fræðilegan hluta ritgerðarinnar, hugmyndir og reynslu okkar ásamt því að líta til framtíðar og velta fyrir okkur hvernig hægt sé að nýta þessar niðurstöður til að efla og styrkja starf leikskólans.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
24.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
vinnan gefur pdf.pdf541KBLokaður Vinnan gefur-vinnan krefur-heild PDF