is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17782

Titill: 
  • Tilbrigði í frumlagsfalli á máltökuskeiði. Þágufallshneigð og innri breytileiki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þágufallshneigð, tilbrigði í frumlagsfalli þar sem þágufall kemur í stað upprunalegs þolfalls með skynjandasögnum, er vel rannsakað setningarlegt fyrirbæri í íslensku. Rannsóknir á þessum tilbrigðum hafa meðal annars leitt í ljós að breytileikinn kemur ekki aðeins fram málhafa á milli heldur innan máls sama málhafa. Svokallaður innri breytileiki fylgir tilbrigðunum. Þannig er algengt að sama manneskja segi bæði mig langar, með þolfallsfrumlagi, og þeim langar, með þágufallsfrumlagi. Dreifing þessa innri breytileika er ekki algjörlega handahófskennd, heldur fer hún eftir þáttum eins og persónu og tölu frumlagsins. En hvers eðlis er slíkur breytileiki? Er hann afleiðing meðvitaðra leiðréttinga eða hluti af málkunnáttunni? Hvernig læra börn frumlagsfall þegar það er breytilegt í málumhverfi þeirra? Í ritgerðinni eru færð rök fyrir því að svar við þriðju spurningunni feli í sér svar við hinum tveimur.
    Meginviðfangsefnið er því tileinkun frumlagsfalls á máltökuskeiði, með áherslu á sagnir sem sýna þágufallshneigð. Fjallað er um ferlin sem liggja að baki tileinkuninni og gerð rannsókn á innri breytileika með skynjandasögnum. Rannsóknin er fólgin í könnun sem 80 börn í 1. bekk tóku þátt í, en þar var lögð áhersla á langa með ólíkum persónufornöfnum sem frumlög. Fyrir utan könnunina var náttúrulegum máltökugögnum safnað. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að börn tileinki sér innri breytileika, sambærilegan þeim sem finnst í máli fullorðinna, strax á máltökuskeiði og að hann sé þar af leiðandi hluti af málkunnáttunni. Út frá niðurstöðunum er gerð tilraun til þess að gera formlega grein fyrir innri breytileikanum út frá kenningum um breytileikamáltöku (e. variational model of language acquisition).

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17782


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerd.irisnowenstein.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna