is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17785

Titill: 
  • Konur í karlastörfum. Upplifun þeirra og starfshvatar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Áður fyrr var hlutverk kvenna fyrst og fremst að hugsa um heimilin og börnin meðan karlmenn voru fyrirvinnur heimilisins. Jákvæð þróun hefur átt sér stað í heiminum í kjölfar jafnréttisbaráttunnar og konum varð mögulegt að stíga inn á vinnumarkaðinn. Störf eru oft flokkuð í karla- og kvennastörf eftir því hvort kynið er meira ríkjandi innan starfsgreinanna. Konur hafa reynst velja mannúðlegri störf líkt og umönnunar- og kennslustörf meðan karlmenn sækja frekar í verk- og iðngreinar svo dæmi séu tekin. Þó eru dæmi þess að einstaklingar velja sér starf innan greina sem teljast óhefðbundnar fyrir kyn þeirra. Getur reynst erfitt að stíga inn á vinnumarkað þar sem viðkomandi er í minnihlutahópi. Óhefðbundið starfsval kynjanna hefur ekki verið mikið rannsakað hérlendis en þó að einhverju leyti. Höfundi lék forvitni á að skoða konur hér á landi sem starfa í svokölluðum karlastörfum.
    Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða upplifun kvenna í karlastörfum og reynslu, og einnig hvað varð þess valdandi að þær ákváðu að starfa í karlastarfsgrein. Framkvæmd var rannsókn með eigindlegri aðferðafræði og tekin voru viðtöl við sex konur sem starfa innan karlastarfa. Markmiðið er að varpa ljósi á upplifun kvenna sem starfa í karlastörfum og hvaða hvatar það eru sem leiddu til ákvörðunar þeirra um þetta starfsval. Til rökstuðnings er litið til fyrri rannsókna á þessu viðfangsefni. Niðurstöður sýna að upplifun kvenna í karlastörfum er nokkuð jákvæð. Þær verða þó fyrir fordómum og áreitni sem dregur úr jákvæða hluta upplifunar þeirra. Þær telja sig þó vera mjög hamingjusamar og líða vel í starfi sínu. Hvað framtíðina varðar sjá þær sig allar fyrir sér áfram starfandi í sinni grein. Helstu áhrifaþættir á starfsval þeirra eru karlfyrirmyndir, áhugi frá táningsárum og fjölbreytileiki starfsins. Viðmælendur eru sammála um að kynna þurfi möguleika kvenna til starfa í karlastörfum betur. Konur í slíkum störfum þurfi að stíga út og sýna sig, kynna starfið fyrir stúlkum og sýna þeim að kvenfyrirmyndir eru til staðar innan greinanna.

Samþykkt: 
  • 5.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17785


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HeildarritgerðLokaútgáfaf.prentun AG.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna