is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17798

Titill: 
  • Rýnt undir feld textans. Munnleg tilfærsla og menningarleg aðlögun Beowulfs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er reynt að sýna fram á mögulegan uppruna engilsaxneska hetjukvæðisins Beowulf í norrænni munnlegri hefð. Með því að horfa á rannsóknarsögu kvæðisins með hliðsjón af nýjustu rannsóknum á efni textans, tungumáli og efnismenningu verður leitast við að tímasetja kvæðið. Lengi hefur víður tímarammi fyrir mögulegan ritunartíma kvæðisins truflað rannsóknr fræðimanna og leitt til mjög ólíkra hugmynda um aldur og uppruna kvæðisins, sem og tilgang. Hér verður því reynt að þrengja þann ramma með því að líta á þá efnismenningu og hugmyndafræði sem birtist í kvæðinu, greina mállýsku, orðmyndir og orðsifjafræði textans, sem og að setja efni textans í sögulegt og menningarlegt samhengi.
    Beowulf er mjög gildishlaðið verk sem hefur tekið inn á sig hin ýmsu menningarlegu tákn í gegnum aldirnar og fyrir vikið verður kvæðið mjög merkingaþrungið. Hugsanlega gæti kvæðið flokkast sem jaðarleifar, leifar af sögnum landnema sem lifðu í munnlegri geymd. Sagnir sem fjölluðu um glæsta þjóðkonunga og hetjur forfeðranna í heimalandinu eftir þjóðflutningana frá Danmörku til Englands, sem sagðar voru í þeim tilgangi að viðhalda og styrkja sjálfímynd þeirra og réttlæta landvinninga þeirra. Beowulf er því saga heillar þjóðar. Til þess að fá heildstæða mynd af þessu mikla kvæði er jafn nauðsynlegt að huga að uppsprettunni og varðveislusögunni sem og hinum efnislega texta.

Samþykkt: 
  • 6.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17798


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð TDN lokaloka.pdf416.16 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
forsíða, tiltilsíða, útdrattur, efnisyfirlit TDN.pdf69.44 kBOpinnForsíða, titilsíða og efnisyfirlitPDFSkoða/Opna