ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17829

Titill

Nýr fjölmiðill fæðist. Hlaðvarp og notkun þess á Íslandi

Skilað
Júní 2014
Útdráttur

Í ritgerðinni er fjallað um nýjan miðil frá árinu 2004 sem nefnist hlaðvarp sem hefur notið sívaxandi vinsælda erlendis en hefur verið í hægum vexti hér á landi. Ritgerðinni er ætlað að gera grein fyrir þessum miðli og varpa ljósi á hvernig og hversu mikið þessi miðill er notaður á Íslandi. Farið er yfir sögu, mikilvægi og hlutverk miðilsins ásamt því að ræða notendur, framleiðendur og notkunarmöguleika hlaðvarps. Útskýrt er hvað gerir hlaðvarp nógu sérstætt til að það megi kallast nýr miðill, hvers vegna sumir kjósa hlaðvarp fram yfir aðra miðla og talað um réttindadeilurnar sem geta ógnað stöðu miðilsins. Rannsókn var gerð á notkun á hlaðvarpi Ríkisútvarpsins, sem er stærsti hlaðvarpsframleiðandi landsins, til að varpa ljósi á eðli hlaðvarpsnoktunar á Íslandi. Afar lítið er til af gögnum um hlaðvarp á Íslandi því miðillinn hefur fengið afar litla athygli hér á landi. Því reyndist ómögulegt að svara öllum spurningum sem vöknuðu. Rannsóknin leiddi þó í ljós að í það minnsta nokkur hundruð manns, jafnvel fleiri en þúsund, nota hlaðvarpsþjónustu Ríkisútvarpsins á degi hverjum, svo það er ljóst að er um mjög lítinn en dyggan notendahóp að ræða.

Samþykkt
6.5.2014


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
MA Ritgerð - OFÞ -... .pdf605KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna