is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17839

Titill: 
  • Stjúpfjölskyldur. Að upplifa sig heima út frá félagslegum skyldleika
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stjúpfjölskyldan verður sífellt algengara fjölskylduform í íslensku samfélagi. Ímynd hennar í kvikmyndum, bókmenntum, ævintýrum og víðar hefur yfirleitt verið neikvæð sem ýtir undir neikvæða samfélagsumræðu. Stjúpforskeytið er því orðið gildishlaðið af neikvæðum tilfinningum, þrátt fyrir að vísa eingöngu til tilkomu tengsla en ekki gæða þeirra. Stjúpfjölskylduformið er byggt að hluta á félagslegum tengslum og getur verið uppsett á margbreytilegan hátt. Hver og ein fjölskylda glímir við ólík verkefni og þróast á ólíkum hraða. Neikvæð orðræða og sú staðreynd að vera form fjölskyldu sem kemur í kjölfar annarrar gerðar fjölskyldu, yfirleitt skilnaðar, hefur haft þau áhrif að einstaklingur getur átt erfitt með að aðlagast að nýju hlutverki og upplifir sig sem hluta af ófullkominni fjölskyldu. Í ritgerðinni er fjallað um þessi sérstöku álitamál stjúpfjölskyldunnar út frá sjónarhorni fyrirbærafræði mannfræðinnar. Sérstaklega verður breyting á veruhætti skoðuð og hvernig einstaklingar geti aðlagast breyttum aðstæðum með það markmið að finna sitt heima. Er því velt upp hvort fjölskyldugerð sem byggir ekki alfarið á líffræðilegum tengslum, býr við þessa neikvæðu ímynd og kemur í kjölfar annarrar gerðar fjölskyldu, eigi einhverja möguleika á að verða „alvöru fjölskylda“.

  • Útdráttur er á ensku

    Stepfamilies are becoming an ever increasing family form in Icelandic society. Its image in movies, literature and fairy tales among others has usually been negative and has increased the negative social discourse. The term step- is drenched in negative feelings despite only indicating certain bonds, not the quality of them. Stepfamilies are partly based on fictive kinship and can be as varied as they are many. Each and every family deals with its own complications and grows at its own speed. Negative discourse and the fact that this form of a family comes in the footsteps of another type of family, usually as the result of a divorce, has had the implications that an individual has a hard time adapting to new roles and sees himself as a part of an imperfect family. This thesis will look closely at these issues using phenomenology. Specifically changes in ones habitus and how an individual can adapt to changed conditions with the goal of finding its own being in the world. It is wondered if a family, not based entirely on biological bonds, formed in a negative social discourse and preceded by another family, have any chance of becoming a “real family”.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stjúpfjölskyldur.pdf606.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna