is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17843

Titill: 
  • Hér er allt að gerast. Störf og hlutverk bókasafns- og upplýsingafræðinga á bókasöfnum í framhaldsskólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hver viðhorf bókasafns- og upplýsingafræðinga sem starfa á bókasöfnum í framhaldsskólum væru til starfs síns, að kanna hver þeir álitu vera mikilvægustu hlutverk sín og hvernig framtíðin horfir við þeim. Einnig að komast að því hvað hefur áhrif á starfsemina og hvernig söfnin eru nýtt. Með því að skoða þessi atriði er ætlunin að veita ákveðna innsýn í starfsemi safnanna sem hafa lítið verið rannsökuð á Íslandi. Ýmislegt hefur haft áhrif á starfsemi bókasafna almennt á undanförnum áratugum og ber þar helst að nefna tölvuvæðingu og aðrar tækniframfarir sem hafa mótað starfið og haft í för með sér töluverðar breytingar. Lög og reglugerðir um starfsemi framhaldsskólabókasafna eru ekki mjög ítarleg en erlendar stofnanir og samtök hafa sent frá sér yfirlýsingar um hlutverk þeirra og gildi í nútímasamfélagi auk þess sem fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu sviði erlendis.
    Rannsóknin er eigindleg og byggir á hálfopnum viðtölum við sex bókasafns- og upplýsingafræðinga sem starfa á bókasöfnum í framhaldsskólum. Helstu niðurstöður benda til þess að viðhorf til starfsins sé almennt jákvætt, eiginleikar svo sem aðlögunarhæfni og vilji til breytinga skipta máli og mikilvægt er að taka framtíðinni opnum örmum. Helstu verkefni eru upplýsingaþjónusta og kennsla í upplýsingalæsi; þarfir viðskiptavinanna, nemenda og kennara, ráða för og móta starfsemina. Framtíðin mun hafa í för með sér aukna áherslu á hlutverk safnanna sem upplýsingamiðstöðvar og upplýsingalæsi verður þáttur sem mun taka meira pláss. Nemendur, kennarar og stjórnendur hafa mikil áhrif á starfsemina, en einnig staðsetning og aðstaða bókasafnanna. Mikilvægt er að bjóða upp á aðstöðu fyrir alla, bæði þá sem vilja lesa í næði og þá sem vilja vinna saman í hóp eða bara hafa það notalegt. Söfnin eru á heildina litið vel nýtt og samskipti við aðrar einingar innan skólanna góð.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17843


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MARIA - MLIS.pdf747.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna