is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17845

Titill: 
  • Skilyrði fyrirtækjaskuldabréfa. Notkun og gæði skilyrða í skilmálum íslenskra fyrirtækjaskuldabréfa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útgáfa fyrirtækjaskuldabréfa á sér ekki langa sögu á Íslandi en hún jókst töluvert á árunum 2005-2008. Eftir efnahagshrunið árið 2008 lagðist útgáfa þeirra nánast af allt til ársins 2012 þegar útgáfan tók allnokkuð stökk eða úr tveimur skuldabréfum árið 2011 í 45 skuldabréf árið 2012.
    Markmið rannsóknarinnar er að svara spurningunum hvort notkun skilyrða í skráðum fyrirtækjaskuldabréfum sé algeng á Íslandi og hvort sýnilegur munur sé á notkun þeirra fyrir og eftir efnahagshrunið árið 2008 hér á Íslandi. Einnig hvort munur sé á gæðamati á íslenskum skilyrðum og gæðamati sem hefur verið gert á nýsjálenskum fyrirtækjaskuldabréfum.
    Af þeim skilyrðum sem sett eru í fyrirtækjaskuldabréf á Íslandi er algengasta skilyrðið um lámarkseiginfjárstöðu, næst algengasta skilyrðið er um breytingar á starfssemi og þriðja um veðhæð skuldabréfsins. Notkun skilyrða virðist hafa aukist töluvert eftir árið 2008 en á árunum 2002 til 2007 voru aðeins 19% fyrirtækjaskuldabréfa af markaðsvirði skráð í Kauphöll Íslands með sérstök skilyrði en á árunum 2008 til 2012 var hlutfallið orðið 54%. Segja má að nánast allar stærri útgáfur hefðbundinna fyrirtækjaskuldabréfa eftir 2008 hafi verið með sérstökum skilyrðum.
    Þegar gæðamatsstuðull (CQS) á íslenskum bréfum er borinn saman við niðurstöður frá Nýja Sjálandi þá eru skilyrði sem notuð eru hér á landi nokkuð öflug miðað við CQS tíu efstu fyrirtækjanna, CQS hér 28,00 en 23,37 í Nýja Sjálandi. Því mætti spyrja sig hvort skilyrði á Íslandi séu strangari en skilyrði á sambærilegum bréfum í Nýja Sjálandi. Fín lína er á milli þess að setja skilyrði sem að hindra stjórnendur í að skaða lánshæfi fyrirtækisins og að hefta það svo að skilyrðin verði spennitreyja á eðlilegan rekstur þess.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skilyrði fyrirtækjaskuldabréfa.pdf807.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna