is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17862

Titill: 
  • Íslenski vinnumarkaðurinn eftir hrun, atvinnuhættir, menntun og tækninýjungar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þróun íslenska vinnumarkaðarins hefur verið mikil undanfarna áratugi og störfin hafa fluttst frá fiskveiðum og landbúnaði yfir í þjónustugreinar. Efnahagskreppan sem byrjaði haustið 2008 hefur einnig haft mikil áhrif á almenna vinnumarkaðinn og atvinnustigið á Íslandi. Þetta hefur verið ör þróun. Breytt skilyrði má meðal annars rekja til áhrifa hnattvæðingar og hefur það leitt til breyttra aðstæðna fyrir launafólk á vinnumarkaði, ekki síst þá sem verða fyrir samkeppni frá innflytjendum. Einnig eru kröfur til starfsmanna nú til dags sífellt að aukast, vegna aukinnar samkeppni. Ætlast er til að í störfum endurspeglist ábyrgð, hæfni og færni starfsmanna. Auknar væntingar eru gerðar til þess að starfsmenn hugi vel að sinni menntun því góð menntun á vinnumarkaði er talin vera ein af megin stoðum velferðar í samfélaginu en jafnframt er menntun mikilvæg fyrir atvinnulífið.
    Í þessari ritgerð er farið yfir skilgreiningar á vinnuhugtakinu, fjallað um viðhorf til vinnu og vinnufyrirkomulags, þ.e. hvernig viðhorf til vinnu hefur breyst í gengum tíðina, en ein elsta heimildin um vinnuviðhorf er skráð af Forngrikkjum. Því næst er fjallað um atvinnuþátttöku, sem er mæling á framboði á vinnuafli í samfélaginu. Skoðað verður hvernig skiptingin er milli karla og kvenna á vinnumarkaðnum vegna þess að kynskipting á vinnumarkaði hefur lengi verið talin vandamál á Vesturlöndum. Bilið milli tíðni atvinnuþátttöku karla og kvenna hefur verið að minnka á undanförnum árum því aukinn þrýstingur á jafna þátttöku í heimilishaldi og aukið atvinnuleysi meðal karla hefur orðið til þess að konur sækjast í auknum mæli eftir launuðum störfum. Næst er fjallað um skilgreiningar á hugtakinu efnahagskreppa sem byrjar með óhóflegri peninga notkun (brask, meira lánsfé og umframeyðsla), en það er meginorsök þess ástands sem leiðir til fjármálahruns. Skoðaðar eru mismunandi kenningar um fjármálakreppu með hliðsjón af kenningum Hyman P. Minsky, Reinhart og Rogoff, og að lokum Adair Turner. Orsakir og afleiðingar hruns sem átti sér stað haustið 2008 eru síðan skilgreindar. Í seinni hluta ritgerðarinnar er byrjað á því að fara yfir helstu einkenni íslenska vinnumarkaðarins og helstu þætti sem höfðu áhrif á íslenska vinnumarkaðinn eftir hrun. Þátttaka á íslenska vinnumarkaðnum er mikil, vinnudagar langir, stéttafélagsaðild er mikil og vinnumarkaðurinn er sveigjanlegur sem lýsir sér þannig að fyrirtæki geta mætt breytingum í umhverfi sínu. Þau geta brugðist við niðursveiflu og það er auðveldara fyrir vinnuveitendur að ráða og reka starfsmenn vegna þess að vinnumarkaðurinn er ekki reglubundinn. Miklar uppsagnir, aukið atvinnuleysi, minnkandi atvinnuþátttaka, fækkandi vinnustundir, lækkandi laun og gjaldþrot fyrirtækja er það helsta sem einkenndi íslenska vinnumarkaðinn eftir hrun.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17862


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilbúið BA !!! PDF.pdf725.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna