is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17864

Titill: 
  • „Ég fæ bara einhverja brjálaða kreivingu í þetta.“ Af hverju velur fólk að eiga viðskipti við Joe & the juice?
  • Titill er á ensku „I get this insane craving.“ Why people choose to do business with Joe & the juice.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Flestum finnst ákvörðun um kaup á hversdagslegri vöru léttvæg. En flókið samspil fjölda þátta móta kauphegðun neytenda og oft getur reynst erfitt að útskýra val þeirra. Aukið framboð skyndibitastaða með áherslu á hollan og næringarríkan skyndibita gerir það að verkum að íslenskir neytendur standa frammi fyrir vali á milli margra mismunandi veitingastaða. Því er mikilvægt að fyrirtæki aðgreini sig vel frá samkeppnisaðilum í hugum neytenda.
    Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvers vegna viðskiptavinir Joe & the juice kjósa að stunda viðskipti við fyrirtækið. Annars vegar var athugað hvað dró fólk að og varð til þess að það tók ákvörðun um fyrstu viðskipti sín við fyrirtækið. Hins vegar var kannað hvað varð til þess að fólk kom aftur. Með þessu var ætlunin að kanna hvaða þætti Joe & the juice geta nýtt sem mögulega aðgreiningarþætti frá samkeppnisaðilum og þar með aðstoðað við að gera staðfærslu fyrirtækisins skýra. Framkvæmd var eigindleg könnun með viðtölum við fimm viðskiptavini sem sækja staðinn reglulega.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að samspil af gæðum matarins, útliti staðarins og ímynd fyrirtækisins séu þeir þættir sem viðmælendur telja fyrirtækið hafa umfram keppinauta sína. Þær ástæður sem lágu helst að baki ákvörðun viðmælenda að sækja staðinn voru góð reynsla af honum erlendis frá ásamt góðu umtali vina og ættingja. Þeir þættir sem fyrirtækið getur nýtt sér sem aðgreiningarþætti frá samkeppnisaðilum eru m.a. góð ímynd fyrirtækisins, hugmyndafræðin bakvið staðina og útlit þeirra. Ritgerðin hefur fyrst og fremst hagnýtt gildi fyrir Joe & the juice á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17864


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð_Anna Fríða Gísladóttir.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna