is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17865

Titill: 
  • Samveruleiki kvenna á jaðrinum, orðræðan og staðalmyndir í samfélaginu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða samveruleika kvenna í jaðarhópi samfélagsins út frá femíniskum fræðum, kynjakerfinu og tilvistarstefnunni. Sjónum verður aðallega beint að konum sem eru í fíkniefnaneyslu, afbrotum og stunda vændi sér til framfærslu. Orðræðan og staðalmyndir kvennanna í samfélaginu verða einnig skoðuð. Femíniskir mannfræðingar hafa síðastliðna áratugi skrifað talsvert um stöðu kvenna í samfélögum og gjarnan skoðað aðstæður kvenna sem tilheyra jaðarhópum því staða þeirra er oft önnur en sú staðalmynd sem er af hinni hefðbundu konu samfélagsins. Kona sem neytir fíkniefna, er í afbrotum og vændi, er komin nokkuð langt út fyrir þau mörk sem samfélagið hefur sett henni.
    Valdaleysi margra kvenna í jaðarhópum einkennast af yfirráðum karla og eins má segja að þeim sé skipað til hlýðni í samfélaginu af reglum sem hafa orðið eins og óskráð lög og fari einstaklingur ekki eftir þeim er hann dæmdur.
    Höfundur telur sig hafa komist að þeirri niðurstöðu, að ef konum í jaðarhópum samfélagsins er mætt með fordómaleysi og virðingu og á þeim stað þar sem þær eru staddar, megi styðja þær til betra lífs með þeim úrræðum sem eru í boði í samfélaginu, þó alltaf megi gera betur.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17865


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samveruleiki kvenna á jaðrinum, orðræðan og staðalmyndir í samfélaginu.pdf691.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna