is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17871

Titill: 
  • Titill er á óskilgreindu tungumáli Marcus Tullius Cicero: In Catilinam oratio prima. Íslensk þýðing með inngangi og skýringum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ræða sú er hér birtist í íslenskri þýðingu var flutt á haustmánuðum 63 f. Kr. í Öldungaráðinu. Tildrögin voru þau að Lucius Sergius Catilina (um 108-62 f. Kr.), sem var stjórnmálamaður og herforingi, stóð fyrir samsæri gegn ríkinu það ár. Hann var af tignum ættum, átti til konsúla að telja og stefndi sjálfur á að komast í embætti konsúls. Hann hafði verið skattlandsstjóri í Afríku en kom til Rómar 66 f. Kr. til að taka þátt í konsúlskosningum. Stjórnarhættir hans í Afríku voru ekki sem skyldi og undirsátar hans sökuðu hann um fjárkúgun. Hann þurfti að standa fyrir máli sínu fyrir rétti en komst hjá sakfellingu með mútum. Afleiðingin varð sú að hann var talinn óhæfur til að gegna embætti konsúls.
    64 f. Kr. sóttist hann aftur eftir embættinu en náði ekki kosningu. Catilina var eyðslusamur og illa staddur fjárhagslega en hafði von um að úr rættist ef hann hlyti hið eftirsóknarverða embætti. Þegar áform hans gengu ekki eftir hugðist hann ná völdum með ofbeldi. Samsæri var undirbúið og tókst honum að fá til liðs við sig fjölmarga úr öllum stéttum samfélagsins.
    Cicero hafði fregnir af þessum ráðagerðum og gat brugðist við. Ræðan er sú fyrsta af fjórum og var flutt í Öldungaráðinu, næstu tvær voru fluttar fyrir almenning og fjórða og síðasta í Öldungaráðinu. Strax eftir fyrstu ræðuna flúði Catilina frá Róm undir því yfirskini að hann færi sjálfviljugur í útlegð en hélt þess í stað til stuðningsmanna sinna sem voru í Etruriu. Hann féll svo í bardaga við her ríkisins nálægt borginni Pistorium snemma árs 62 f. Kr.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17871


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð 2014 LokaPDF.pdf479.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna