is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17873

Titill: 
  • Afglæpun eiturlyfja: Á stefnan erindi við Ísland?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að með umfjöllun um afglæpunarstefnu í fíkniefnamálum og kynningu á þeirri hugmyndafræði sem býr að baki henni megi sjá hvort hún eigi erindi við Ísland. Þetta verður gert með skilgreiningu á hugtökunum afglæpun (e. decriminalization), sjúkdómsvæðing (e. medicalization) og skaðaminnkandi nálgun (e. harm reduction) en þau eru lykilatriði í afglæpunarvæðingu. Stefnubreytingar Portúgal og ástæður þeirra verða skoðaðar helst en einnig verður litið til þróun fíkniefnastefna Hollands og Þýskalands. Þetta er gert til þess að sýna fram á hvað býr að baki því að stjórnvöld grípi til þess að víkja af braut refsistefnu í fíkniefnamálum. Kenningin um frjálst val og átakakenningar verða svo notaðar til að varpa frekara ljósi á þær breytingar sem áttu sér stað í Portúgal, Hollandi og Þýskalandi. Staða fíkniefnavandans á Íslandi verður skoðuð með þær aðstæður sem ríktu í Portúgal þegar stefnumótunin hófst þar á sínum tíma til viðmiðunar. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að ekki sé hægt að líkja aðstæðum hér við það sem stjórnvöld í Portúgal stóðu frammi fyrir. Að lokum verður bent á að vandinn á Íslandi er með allt öðru móti en það sem fæst leyst með aflæpun eiturlyfja og að annarra úrræða sé mun frekar þörf.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17873


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Uppsett ritgerð Valgerður Jónsdóttir-FoM Snidmat_BA.pdf259.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna