is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17875

Titill: 
  • Bankað upp á að Bessastöðum. Forsetafrúr lýðveldisins 1944 - 1996
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ísland er ungt lýðveldi og strax í upphafi beindust augu manna að forseta þess og forsetafrú. Fyrsta forsetafrúin setti mark sitt á söguna þegar hún mótaði venjur og hefðir fyrir Bessastaði, sem næstu eiginkonur fylgdu eftir. Hér verður fjallað um eiginkonur forseta lýðveldisins frá stofnun þess árið 1944 til ársins 1996 þegar Vigdís Finnbogadóttir endaði sitt tímabil á Bessastöðum. Hún setti mark sitt á söguna þegar hún varð fyrsta konan til að hljóta kjör til forsetaembættisins. Vigdís Finnbogadóttir kemur hér við sögu sem bæði forseti og forsetafrú á Bessastöðum.
    Hér verður fjallað um Georgíu Björnsson, sem var eiginkona Sveins Björnssonar, Dóru Þórhallsdóttur, eiginkonu Ásgeirs Ásgeirssonar, og loks Halldóru Eldjárn, eiginkonu Kristjáns Eldjárns. Markmið hér er að varpa ljósi á störf forsetafrúarinnar og greina samfélagið sem þær lifðu í. Konan var ekki sjáanleg lengi vel þar sem feðraveldisáhrifin voru mikil á þessum tíma. En innkoma Vigdísar Finnbogadóttur breytti allri myndinni til framtíðar. Í upphafi verður gerð grein fyrir hverri og einni forsetafrú, störfum og hvaða heimildir eru til fyrir hendi að segja hennar sögu. Síðari hluti ritgerðarinnar fjallar um kjör Vigdísar og hvernig verk hennar komu inn á svið feðraveldisins. Ritgerðin er byggð á frumheimildum í Þjóðskjalasafni Íslands, greinum í dagblöðum.

Samþykkt: 
  • 7.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17875


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
STEFANIA_HARALDSDOTTIR.BA.SAGNFRAEDI.pdf394.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna