is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17893

Titill: 
  • Andvanafæðingar: Hlutverk félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi fræðilega samantekt fjallar um andvanafæðingar og aðkomu félagsráðgjafans í því ferli. Andvanafæðingar eiga sér stað um heim allan. Á Íslandi er skilgreiningin á andvanafæðingu sú sama og hjá Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnuninni, WHO eða allar fæðingar á börnum eftir 22. viku meðgöngu þar sem barnið fæðist látið. Ef meðgöngulengd er ekki kunn er miðað við þau börn sem vega 500 grömm eða meira. Tíðni andvanafæðinga er lægri í hátekjulöndum heldur en lágtekjulöndum. Andvanafæðing hefur áhrif á fjölskylduna í heild. Foreldrar mynda tengsl við barn sitt áður en það kemur í heiminn og þegar það deyr upplifa þeir mikla sorg. Félagsráðgjafar vinna á kvennasviði Landspítalans þar sem flestar fæðingar á Íslandi fara fram sem og flestar andvanafæðingar á landinu. Eitt af mikilvægum starfsviðum félagsráðgjafans er að veita foreldrum sálfélagslegan stuðning við missi barns. Félagsráðgjafinn hefur tækin og tólin til þess að styðja við bakið á fjölskyldum sem ganga í gegnum andvanafæðingar auk þess að búa yfir þekkingu sem þarf til þess að fræða fjölskyldur um þeirra samfélagslegu réttindi.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17893


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andvanafæðingar - Hlutverk félagsráðgjafa.pdf577.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna