is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17905

Titill: 
  • Hvatning og endurgjöf. Viðhorf stjórnenda tveggja opinberra fyrirtækja og tveggja fyrirtækja í einkarekstri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um hvatningu og endurgjöf til starfsmanna. Hvatning er áhugavert fyrirbæri og er mögulega einn af lykilþáttum þess hvernig frammistaða starfsmanna innan fyrirtækja er. Stjórnendur verða að þekkja starfsmenn sína vel og átta sig á því hvað það er sem hver og einn vill. Þó er hvatning vandasöm í meðferð, það eru engir tveir einstaklingar eins og það sem virkar á einn þarf ekki að virka á annan. Það er því verkefni stjórnenda að greina hvað það er sem fær starfsmann til að standa sig vel við vinnu sína. Góð endurgjöf og hvatning getur virkað mjög vel og haft áhrif á hvernig fyrirtæki gengur og því er mjög mikilvægt að standa vel að þessum málum innan fyrirtækja.
    Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er eftirfarandi: Er munur á hvatningu og endurgjöf á milli tveggja opinberra fyrirtækja og tveggja einkarekinna fyrirtækja?
    Ritgerðin skiptist í tvo hluta, annars vegar fræðilegan hluta og hins vegar rannsóknarhluta.
    Í fræðilega hlutanum er fjallað um mannauðsstjórnun, sögu mannauðsstjórnunar, hvatningu, upphaf hvatakenninga, hvatakenningar og nokkrar rannsóknir sem hafa verið gerðar um hvatningu og endurgjöf. Einnig er fjallað lítillega um af hverju fólk vinnur og hvernig hvatning virkar best.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar er greint frá eigindlegri rannsókn sem gerð var og fólst í því að taka viðtöl. Viðtöl voru tekin við fjóra stjórnendur, tvo í opinberum rekstri og tvo í einkafyrirtækjum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að svipað er staðið að endurgjöf innan þessara fjögurra fyrirtækja. Starfsmönnum er hrósað og endurgjöf er gefin, t.d. í gegnum starfsmannasamtöl, en ekkert markvisst ferli er varðandi endurgjöf
    Aftur á móti er hvatning ólík að vissu leyti. Bæði opinberu fyrirtækin og einkafyrirtækin notast við innri hvatningaraðferðir en einkafyrirtækin eru einnig með ytri hvata sem eru þá tengdur við frammistöðu eða verkefnaálag.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17905


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg_Hulda_Valdórsdóttir_BS_ritgerð_.pdf352.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna