is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17912

Titill: 
  • Netið og ráðningar. Vörumerkið „Ég“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta rannsóknarverkefni fjallar um vörumerkið „Ég“ með tengingu við ráðningar starfsfólks og Netið. Umfjöllun um persónulegt vörumerki er tiltölulega ný en hefur öðlast aukna athygli undanfarið. Það er aukin meðvitund um birtingarmynd fólks á Netinu og hvaða afleiðingar hún getur haft, góðar og slæmar. Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvort og þá hvenær ráðningarráðgjafar nýta sér Netið til upplýsingaöflunar um umsækjendur um störf og hvaða áhrif þær upplýsingar hafa á mat þeirra. Einnig var markmið að kanna hvað það er sem skiptir máli þegar ráðningarráðgjafar fara í fyrstu yfir umsóknir. Rannsóknarspurningin var eftirfarandi: Skipta upplýsingar um fólk á Netinu máli þegar ráðningarráðgjafar fara yfir starfsumsóknir?
    Framkvæmd var eigindleg rannsókn, blanda af hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum og athugun og talað var við sex ráðningarráðgjafa hjá þrem ráðningarfyrirtækjum. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að ferilskrá umsækjenda er mikilvægust fyrir umsækjendur til að byrja með því við fyrstu yfirferð kemur Netið lítið við sögu og fæstir ráðgjafanna notuðu þá leið til að ná í upplýsingar. Ástæðan sögðu flestir að væri fjöldi umsókna og lítill tími. Notkunin fer aftur á móti vaxandi þegar búið er að fækka umsækjendum og nær dregur ráðningu. Flestir nota Google, Facebook og nokkrir LinkedIn. Ekkert af fyrirtækjunum var með stefnu eða vinnureglur um það hvernig afla á eða meðhöndla skyldi upplýsingar sem fengnar eru á Netinu og er það val hvers og eins ráðgjafa hvort hann nýtir sér þá leið. Líklegt er að bakgrunnur ráðgjafa hafi áhrif á hvort Netið er notað og einnig hvernig þeir meta umsækjendur almennt. Við mat á umsækjendum eru viðtöl mikils metin og umsagnir eru mikið notaðar þrátt fyrir lágt forspárgildi þeirra um frammistöðu í starfi, samkvæmt erlendum rannsóknum. Próf og starfstengd verkefni töluðu allir ráðgjafar um að væri góð matsaðferð og notkun þeirra hefur varið vaxandi. En ljóst er að orðspor einstaklinga og hvernig þeir birtast á Netinu hefur áhrif þegar kemur að ráðningum í störf.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17912


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskil_AndreaAsgrims.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna