is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1791

Titill: 
  • Endurhæfing kvenna sem glíma við ofþyngd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða innihald og gagnsemi skipulagðrar endurhæfingar fyrir konur sem eiga við ofþyngdarvandamál að stríða. Leitast var við að svara eftirfarandi spurningum: 1. Hvernig er starfsemi ofþyngdarteymisins á Kristnesspítala háttað? 2. Hver er upplifun skjólstæðinga og fagfólks af þjónustunni? Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn og endurspeglaði skoðanir og viðhorf bæði fagfólks og fyrrum skjólstæðinga ofþyngdarteymisins. Notað var markvisst úrtak þar sem þátttakendur voru fimm skjólstæðingar, allt konur, og tveir fagaðilar ofþyngdarteymisins. Niðurstöður skiptust í tvo flokka. Í flokknum ,,Starfsemin” urðu til þrjú þemu, teymi, hugmyndafræði og endurhæfing og í flokknum ,,Upplifun og reynsla” önnur þrjú, stuðningur, ánægja og árangur. Helstu niðurstöður um starfsemina voru eftirfarandi. Endurhæfingin á Kristnesi stendur yfir í þrjú ár og saman stendur af tveimur mislöngum þjálfunarhrinum og reglulegum stuðningsfundum. Starfsemin byggist á þverfaglegu samstarfi fjögurra fagstétta og voru þátttakendur sammála um að samstarfið einkenndist af gagnkvæmri virðingu, samheldni og góðum starfsanda þar sem allir voru jafnir. Fagfólkið lagði mikið upp úr hópefli og að hópmeðlimir næðu vel saman. Það nálgaðist skjólstæðingana þar sem þeir voru staddir og gaf sér tíma til að hlusta á þá. Í endurhæfingunni var einkum lögð áhersla á fræðslu, hreyfingu og breytt mataræði og að skjólstæðingar prófuðu á eigin skinni ýmsar aðferðir til að breyta daglegu atferli sínu. Niðurstöður úr flokknum upplifun og reynsla sýndu að endurhæfingin hafði veruleg áhrif á líðan, lífstíl og daglegt líf skjólstæðinga. Mikil ánægja ríkti með endurhæfinguna í heild sinni og nýttist hún vel hvort sem að fólk fór í hjáveituaðgerð eða ekki. Konunum fannst almennt gott að vera í hópi þar sem þær gátu deilt reynslu sinni og upplifun með öðrum sem glímdu við sama vandamálið. Þær upplifðu samkennd innan hópsins og stuðning frá hópmeðlimum og fagfólki. Vel var staðið að eftirfylgd í endurhæfingunni og voru konurnar mjög ánægðar með að vera fylgt eftir í þrjú ár. Þátttakendur rannsóknarinnar bentu á nokkur atriði sem þeim fannst að mættu betur fara og nefndu meðal annars aukna einstaklingsathygli, sálfræðiþjónustu og betri aðstöðu til líkamlegrar þjálfunar.

Samþykkt: 
  • 28.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1791


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Endurhæfing kvenna sem glíma við ofþyngd.pdf3.84 MBOpinn"Endurhæfing kvenna sem glíma við ofþyngd" -heildPDFSkoða/Opna