is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17923

Titill: 
  • Vitundin, andinn og lesandinn: Skoðun á Fyrirbærafræði andans eftir Hegel
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrirbærafræði andans eftir Hegel fjallar um ferðalag vitundarinnar frá einfaldri vitund um hluti til þess að vera andi sem þekkir sig sem anda. Ferðalagið er þroskasaga þar sem hvert og eitt stig inniheldur á vissan hátt öll fyrri stigin.
    Ritgerðin byrjar á skoðun á inngangi verksins, þar sem Hegel heldur því fram að þeirri efahyggju sem vantreystir skilningarvitunum beri að vantreysta, og lýsir síðan díalektísku ferli þekkingar. Þá er haldið inn í samband vitundarinnar við hluti heimsins og þær mótsagnir sem þeim fylgja skoðaðar. Þar glímir vitundin við þau vandamál sem fylgja því að reyna að skynja heiminn milliliðalaust, við það að skynja hluti sem altök og við að skilja veröldina eins og hún birtist byggða á innri heimi kraftsins. Þá er sambandi vitundarinnar við aðrar vitundir lýst stuttlega í kaflanum um húsbóndann og þrælinn, þar sem vitundirnar lenda í baráttu upp á líf og dauða þar til önnur viðurkennir hina sem húsbónda sinn, og því hvernig það leiðir til hinnar vansælu vitundar. Þá er það sérstaklega skoðað hvernig samband húsbónda og þræls varðveitist í hinni vansælu vitund þar sem vitundin verður á sama tíma eigin þræll og húsbóndi. Að lokum er lokastig vitundarinnar, með hina algildu vissu, skoðað í samhengi við inngang Hegels og hvernig endir sögu vitundarinnar er á sama tíma byrjunarpunktur.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17923


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynjar Jóhannesson - Hegel.pdf471.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna