is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17926

Titill: 
  • Sjónarhorn sannleikans: Rýnt í aðferðir og form heimildamynda og flokkunarkerfi Bill Nichols beitt á háðheimildamyndir Woody Allens
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heimildamyndaformið virðist hafa fylgt kvikmyndagerð allt frá upphafi. Fljótlega fóru menn að beita því í öðrum tilgangi en að fjalla um raunverulega atburði og til varð gerviheimildamyndin (e. fake documentary) og undirgrein hennar, háðheimildamyndin (e. mockumentary). Í þessu verki er fjallað um gervi- og háðheimildamyndina og tengsl þessara tveggja kvikmyndagreina við heimildamyndaformið. Litið er yfir þróun og sögu gerviheimildamynda frá fyrstu árum kvikmyndagerðar til dagsins í dag og skoðað hvernig forminu hefur verið beitt í áranna rás.
    Auk þessa er rýnt í hugmyndir kvikmyndafræðingsins Bill Nichols um heimilda-myndir og sjónum beint að flokkunarkerfi sem hann hefur þróað um langt skeið. Með flokkunarkerfi sínu hefur Nichols dregið saman og greint aðferðarfræðilega þætti sem einkenna mismunandi gerðir heimildamynda. Af umfjöllun Nichols má ráða að heimildamyndaformið sé ekki gallalaust. Þessir gallar eru nýttir til hins ýtrasta í gervi- og háðheimildamyndum. Til að mynda vinnur leikstjórinn Woody Allen með galla heimildamyndaformsins í háðheimildamyndum sínum en hann hefur gert þrjár slíkar kvikmyndir á ferlinum. Það eru myndirnar Take the Money and Run (1969), Zelig (1983) og Sweet and Lowdown (1999).
    Unnið er með flokkunarkerfi Bill Nichols og því beitt á háðheimildamyndir Allens. Leitast er við að varpa skýrara ljósi bæði á myndirnar sjálfar sem og á heimildamynda-formið. Í háðheimildamyndum sínum dregur Allen fram marga þá þætti sem Bill Nichols fjallar um í sambandi við flokkunarkerfi sitt. Í háðheimildamyndum sínum nýtir Woody Allen sér aðferðafræðilega galla heimildamyndanna, afhjúpar þá og hæðist jafnt að formi sem efni.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_sighvatur_orn_bjorgvinsson_mai_2014.pdf371.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna