is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17932

Titill: 
  • Ekki-sjálfs-kenningar: Könnun á hugtakinu „ekki-sjálf“ eins og það birtist í kenningum Gautama Búdda og Thomasar Metzinger
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð veltum við fyrir okkur hugtakinu „ekki-sjálf“. Hugmyndin um ekki-sjálf getur komið okkur í ójafnvægi því hugmyndin um að vera enginn virðist við fyrstu sýn nokkuð ógnvænleg. Ætlunin er að sýna fram á að hugtakið ekki-sjálf sé ekki eins tómhyggjulegt og það kann að hljóma með því að skoða kenningar Gautama Búdda og Thomas Metzingers um ekki-sjálfið. Búddisminn greinir manneskjuna niður í svokallaðar viðjur og þegar þessar viðjur eru skoðaðar sést að ekkert sjálf er að finna í manneskjunni. Thomas Metzinger fetar ögn vísindalegri stíg en búddisminn og lýsir manneskjunni út frá uppgötvunum í taugavísindum nútímans og telur sjálfið vera ranghugmynd sem myndast við flókin táknunarferli sem eiga sér stað í heilanum.
    Í fyrri hluta ritgerðarinnar er skyggnst inní hugmyndaheim búddismans og rakið hvernig sjálfs/sálar hugmyndin er hrakin með viðjugreiningu. Síðan er tekist á við hinn hentuga og endanlega sannleika sem hjálpar okkur að skilja vandamálið sem skapast þegar ekki-sjálfs-kenning, endurfæðing og karmalögmál þurfa öll að búa undir sama þaki. Í seinni hluta ritgerðar er haldið inní hugtakaheim Metzingers og kenning hans um huglægni sem sjálfslíkan skoðuð, þar verður gefin stutt útlistun á kenningu hans og gagnrýni Dans Zahavi á hana skoðuð, svo og þær tilraunir sem Metzinger greinir frá til að renna stoðum undir framsetningu á svokölluðu sjálfs-líkani. Í lok ritgerðarinnar eru kenningarnar teknar saman og lagt mat á tilgang höfundanna með framsetningu þeirra í þeirri von að betri þekking á hugtakinu „ekki-sjálf“ leiði okkur til betri skilnings á okkur sjálfum.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ekki-sjálfs-kenningar.pdf447.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna