is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17933

Titill: 
  • „Þá varð ég bingódrottningin.“ Rannsókn á bingóinu í Vinabæ
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um bingó með tilvísun til þjóðfræðilegra hugtaka. Þrátt fyrir miklar vinsældir hefur bingó á Íslandi aldrei verið rannsakað sem slíkt. Fjallað verður um upphaf bingós í heiminum og á Íslandi. Áhersla verður lögð á það bingó sem stundað er í Vinabæ en Vinabær hefur verið þungamiðja bingóhalds á Íslandi til margra ára.
    Tekin voru fimm eigindleg viðtöl við einstaklinga sem tengjast bingóinu í Vinabæ hver á sinn hátt. Samhliða viðtölunum voru fræðilegar heimildir sem og blaðagreinar notaðar. Hugtök á borð við leikur (e. game), jaðarástand (e. liminal) og hópkennd (e. communitas) verða notuð til að varpa ljósi á þann félagslega stað sem Vinabær er. Markmið með viðtölunum er að kanna hvernig þeir einstaklingar sem sækja reglulega í bingókvöld í Vinabæ skilgreina sig. Hvað það er sem fær þá til að mæta aftur og hvort það megi líkja reglulegri bingóiðkun við einhverskonar fíkn? Hvort ástæðan fyrir því sér veraldleg eða félagsleg?
    Í fyrsta kafla verður rannsóknin kynnt. Í öðrum kafla verður farið í rannsóknarsögu og helstu hugtök og kenningar verða kynnt til sögunnar. Í þriðja kafla verður hugtakinu bingó gert skil og aðdragandi þessa vinsæla leiks verður rakinn. Í fjórða kafla mun ég beina sjónum að bingóinu í Vinabæ. Þar mun ég greina viðtölin og vonandi fá svör við rannsóknarspurningum mínum.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17933


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alda lok pdf skjalf (1).pdf566.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna