is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17936

Titill: 
  • Taktlaus tíðarandi? Um orsakir og áhrifaþætti kynbundins launamunar út frá kenningum kynjamannfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um kynbundinn launamun. Skoðað verður hvað liggjur að baki óútskýrðum launamun kynjanna út frá sjónarhóli kynjamannfræðinnar auk þess sem áhersla verður lögð á þá þætti sem gjarnan eru taldnir eiga þátt í því að viðhalda honum í nútímasamfélagi. Til að byrja með verður fjallað almennt um kynbundinn launamun með áherslu á íslenskan vinnumarkað þar sem skoðað verður hvernig unnið hefur verið gegn óútskýrðum launamun kynjanna hér á landi. Í tilraun minni til að skýra undirliggjandi ástæður kynbundins launamunar verður notast við tvær kenningar kynjamannfræðinnar, annars vegar kenningu Rosaldo um skiptingu samfélagsins í innra og ytra rými og hins vegar þöggunarkenningu Ardener. Þessar tvær kenningar verða að lokum notaðar til þess að skýra fjóra þætti sem eiga það sameiginlegt að vera taldnir eiga þátt í því að viðhalda kynbundnum launamun. Þeir þættir eru kynbundin verkaskipting og umræðan um karla- og kvennastörf, mismikil ólaunuð vinna kynjanna, misræmi á milli karla og kvenna sem gegna stjórnunarstöðum og misjöfn menntun og vinnutími kynjanna. Innan þessara þátta endurspeglast enn þann dag í dag kynbundin viðhorf ríkjandi félagsgerðar. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að rótgrónar menningabundnar hugmyndir um hlutverk kynjanna hafi mótandi áhrif á gerð vinnunmarkaðsins og samfélagsins alls. Alhliða viðhorfsbreyting er því nauðsynleg sé vilji til staðar til að útrýma óútskýrðum kynbundnum launamun fyrir fullt og allt.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - PDF skjal.pdf476.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna