is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17939

Titill: 
  • Táknin sem trufla: Sýnileiki íslam í vestrænu rými
  • Titill er á ensku Disturbing Symbols: The Visibility of Islam in Western Space
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um þær ímyndir sem ríkja af múslimum og íslam á Vesturlöndum í dag og möguleg áhrif þeirra þegar kemur að sýnileika íslam í vestrænu rými. Fyrst og fremst verður tekið mið út frá kenningum fræðimannsins Edward Said um orientalisma. Þá verður litið til fjölmiðla sem taldir eru viðhalda ímyndum með ríkjandi orðræðu og valdi. Undanfarna áratugi í kjölfar hnattvæðingar og búferlaflutninga, svo fátt eitt sé nefnt, hefur búseta múslima á Vesturlöndum aukist til muna. Í ljósi þess verður saga þeirra rakin í stuttu máli þar sem sjá má breytingar varðandi málefni sem þá varðar, þá aðallega á síðari hluta tuttugustu aldar og allt fram til dagsins í dag. Gert verður grein fyrir atburðum á borð við Rushdie-málið, franska slæðumálið og falli Tvíburaturnanna, en telja má að þessir atburðir hafi haft sitt að segja í viðhorfi Vesturlanda í garð íslam. Út frá hugtökunum rými og sýnileiki verða viðbrögð við íslömskum táknum á borð við moskur, mínarettur, slæður og búrkur skoðuð. Þessi tákn vantar enn ákveðna viðurkenningu sem sýnir sig einna best í þeim bönnum sem sett hafa verið við trúarlegu táknunum víða í Vestur-Evrópu. Þar með má segja að þær ímyndir sem ríkja af múslimum hafi áhrif á sýnileika þeirra í rýminu, en með breytingu á viðmiðunum er mögulegt að táknin geti öðlast samþykki.

Samþykkt: 
  • 8.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17939


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elisabet_A_Kristjansd_BA.pdf477.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna