is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17948

Titill: 
  • „Ég skal gefa þér kökusnúð...“ Um tilurð íslenska kökuhlaðborðsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um sögu baksturs á Íslandi á seinni hluta 19. aldar og fram eftir 20. öldinni. Kveikjan að ritgerðinni er sú áhersla sem er hér á Íslandi á kökuveislur og miklar vinsældir sætabrauðs fyrir gesti. Rannsóknarspurning ritgerðar er: Hver er sögulegur bakgrunnur íslenska kökuhlaðborðsins; hvað var á boðstólum á hverjum tíma og hvernig má hugsanlega skýra vinsældir þess?
    Til að svara þessari spurningu er í fyrsta hluta ritgerðar fjallað um bakstur og aðstæður til baksturs fyrir aldamótin 1900. Var þá lítið um mjöl og kökur og brauð fyrst og fremst á borðum heldri manna. Það sem bakað var takmarkaðist af mjölskorti og því að eldun fór fram á hlóðum. Var það því fyrst og fremst steikt brauð eins og kleinur og laufabrauð ásamt pönnukökum og smákökum sem sást á veisluborðum. Einnig voru bakaðar formkökur til hátíðarbrigða. Í öðrum hluta er ritgerðar er fjallað um tímabilið frá aldamótum og fram að seinna stríði. Er það mikið umbótatímabil í íslensku þjóðlífi. Rakin er sú tæknibylting sem þá verður frá hlóðum til rafvæðingar. Jafnframt á sér stað mikil breyting í hugsunarhætti og efnahagur þjóðarinnar batnar til muna með bættu aðgengi að hráefni til baksturs. Hefur hvoru tveggja ásamt þeim framfaraanda sem á landinu ríkti mikil áhrif á baksturinn. Á þessum tíma fá jafnframt gamlar kökutegundir nýtt hlutverk. eins og jólakakan sem verður hversdagsbrauð og smákökur sem verða jólabakstur. Í síðasta hluta ritgerðar er fjallað um bakstursögu okkar frá seinna stríði og þá með aðaláherslu á tertur ásamt því að lýsa kökuhlaðborðinu eins og það birtist í dag. Með rafvæðingu eldhúsanna var kominn tæknilegur grundvöllur fyrir flóknari og meiri bakstur. Í ritgerðinni leiðir höfundur líkur að því að hin mikla áhersla sem hérlendis er á kökur í veislum og á kökuhlaðborð eigi rætur í þessarar baksturssögu en á kökuhlaðborðum samtímans má sjá þverskurð hennar.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða titilsíða og ágrip.pdf169.08 kBOpinnForsíða, titilsíða, ágripPDFSkoða/Opna
Heildartexti.pdf515.62 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna