is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17950

Titill: 
  • Hringrás sköpunar, dauða og endurfæðingar: Völuspá lesin sem afrakstur hringlaga tímaskynjunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Elsta geymd goðakvæðisins Völuspár finnst fremst í Konungsbók eddukvæða frá miðri 13. öld. Eins og flest ritað efni varðveitt frá ritöld er kvæðið undir töluverðum kristnum áhrifum, enda fóru Íslendingar ekki að rita bækur fyrr en með kristni. Þó svo að Íslendingar hafi tekið kristna trú um árið 1000 voru kristin ítök í íslensku heiðnu samfélagi að öllum líkindum langvinn og síðustu ár heiðninnar voru óneitanlega blandin kristnum áhrifum. Því er nær ómögulegt að sigta burt kristin áhrif frá heiðnum heimildum.
    Almennt er talið að menn til forna hafi upplifað tímann sem hringlaga endurtekin árstíðaskipti og hugsað um kynslóða- og aldaskipti á sama hátt. Hringformið var einnig ríkjandi í skynjun kristinna miðaldarsamfélaga sem sést á hugmyndum manna um samband testamentanna tveggja og heimssögunnar. Völuspá má skoða með slíkar kenningar í forgrunni. Líta má á spána sem einskonar víti til varnaðar. Völvan færir mönnum fréttir af spillingu goðanna er leiddi til ragnaraka. Nú hafa mennirnir framið sömu glæpi og goðin og því mun öld manna sömuleiðis renna út í sandinn. Öld ása endurtekur sig þannig í tíma manna. Ennfremur má líta á hugmyndina um endurfæðingu sem hluta af hringlaga tímaskynjun en upprisa jarðarinnar er eflaust magnaðasta endurholdgun Völuspár.
    Andstæður leika mikilvægt hlutverk í sköpun heimsins í norrænni goðafræði. Þar skiptir blöndun og samvinna þeirra miklu, því þegar samvinna er óviðunandi spretta fram ófullkomin lífsform. Í norrænni goðafræði má einnig sjá markvissa yfirfærslu kvenlegrar þekkingar til karla, en þekking sú sem um ræðir er valdið yfir sköpun. Líta má á örlögin sem einn anga af hringlaga tímaskynjun sem má sjá á örlaganorninni Urði er tengist bæði fortíðinni og dauðanum. Dauðinn er án efa örlög hvers manns en á sér alla jafna stað í framtíðinni, ekki fortíðinni. Bendir þetta til þess að örlögin skapist af fortíðinni þó að þau eigi sér stað í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17950


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hringras_skopunar_dauda_og_endurfaedingar_Johanna_Maria_Einarsdottir.pdf342.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna