is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17953

Titill: 
  • „Hver á sér fegra föðurland?“ Þjóðarsjálfsmynd í íslenskum hrunbókmenntum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um hvernig íslenska efnahagshrunið árið 2008 birtist sem tráma í íslensku þjóðarminni í bókmenntum. Með hjálp trámakenninga verður sýnt fram á hvernig hrunið hafði áhrif á bæði sjálfsmynd einstaklingsins og hvernig sjálfsmynd þjóðar breyttist í einu vetfangi. Ýmsir fræðimenn hafa gert tráma að viðfangsefni í kenningum sínum um bókmenntir. Hægt er að færa rök fyrir því að íslenska þjóðin hafi gengið í gegnum sameiginlega reynslu sem sé nokkurs konar þjóðartráma. Í ritgerðinni eru þrjár bækur teknar til umfjöllunar, sem allar eiga það sameiginlegt að koma út árið 2009 og fjalla um efnahagshrunið. Bækurnar eru Bankster eftir Guðmund Óskarsson, Gæska eftir Eirík Örn Norðdahl og Hvíta bókin eftir Einar Má Guðmundsson. Í þeim birtast viss þemu sem eiga margt sameiginlegt með viðbrögðum einstaklinga og hópa við trámatískum atburðum. Sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar er að stórum hluta byggð á sterkri þjóðernsivitund sem á rætur sínar að rekja til sjálfstæðisbaráttunnar. Sú sjálfsmynd hrynur í kjölfar efnahagshrunsins og hefja verður leit að nýjum mælikvarða á þjóðarsjálfið.
    Bókmenntir eru spegill samfélagsins á umbrotatímum en í bókunum þremur sjást ólík viðbrögð við þeim atburðum sem áttu sér stað í íslensku samfélagi. Í kjölfar tráma birtist oft ákveðinn skortur á leið til þess að tjá það sem gerst hefur, og finna þarf atburðunum stað í frásagnarminninu. Skáldsagan hefur þá kosti að hún er margradda og getur því sýnt ólíkar hliðar á viðfangsefninu. Þannig fær lesandinn svigrúm til þess að mynda sér sína eigin skoðun. Bókmenntirnar leika einnig stórt hlutverk í minningasköpun þjóða og hvernig atburðirnir eru túlkaðir síðar meir.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17953


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun_Baldvinsdottir_BAritgerd.pdf409.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna