is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17959

Titill: 
  • Stríð og friður á fögrum dal. Um Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um skáldsöguna Strokubörnin á Skuggaskeri (2013) eftir Sigrúnu Eldjárn. Um er að ræða fantasíu með ýmsum dystópískum eiginleikum fyrir stálpaða krakka, sennilega á aldrinum frá átta til tólf ára, sem geta lesið sjálfir. Söguþráður bókarinnar er í stuttu máli á þá leið að hópur barna flýr heimahagana en þar ríkir stríð og fyrir þessu stríði standa foreldrar þeirra sem mega hvorki vera að því að ala upp, hugsa um eða leika við börnin sín. Þess í stað smíða þeir vopn og óska einskis frekar en standa uppi sem sigurvegarar í stríði sem snýst fyrst og fremst um peninga. Börnin flýja til Skuggaskers og lenda þar í ævintýrum og eiga stóran þátt í að stöðva stríðið.
    Bókin er rannsökuð sem fantasía og leitað er til kenningar Tzvetan Todorov og Rosemary Jackson, einkum um skilgreiningar á hinu fantastíska, hið fantastíska hik og samfélagsádeiluna sem leynist í fantasíunni. Áhersla er lögð á að sýna hvernig Sigrún Eldjárn blandar saman fantatískum þáttum inn í annars nokkuð raunsæja skáldsögu og útkoman verður nokkuð beitt samfélagsádeila, ádeila á stríð og óhugnað. Með því að setja söguna í form fantasíunnar og láta söguna gerast á óljósum stað og á óljósum tíma á hún erindi við öll börn, alls staðar. Engu að síður er sagan greinilega tengd samtíma okkar allra þannig að hún er ávallt í tengslum við raunveruleikann og aðalpersónurnar þannig að úr garði gerðar að hver lesandi ætti að geta speglað sig í einhverri þeirra. Með þessu móti getur Sigrún komið boðskap sínum um frið, vináttu og gleði alls staðar að um leið og hún sýnir að ekkert er öruggt í þessum heimi.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð íslenska.pdf227.58 kBLokaður til...01.01.2134HeildartextiPDF