is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17962

Titill: 
  • Vistguðfræði og umhverfisvandinn: Framlag Sallie McFague og Richard Bauckham
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um vistguðfræði, stefnu sem setur samband manns, Guðs og náttúru í forgrunn og leitast við að svara því hvernig sambandi mannsins við náttúruna eigi að vera háttað, sérstaklega í ljósi umhverfisvandans. Hér eru tvær vistguðfræðilegar bækur eftir tvo ólíka höfunda greindar og bornar saman í þeim tilgangi að varpa ljósi á það að hvaða leyti umhverfisvandinn sé guðfræðilegt vandamál og hvernig kirkjan geti brugðist við honum. Annarsvegar er það bókin A New Climate for Theology: God, the World, and Global Warming eftir femíníska vistguðfræðinginn Sally McFague þar sem hún reynir að skilgreina hver ábyrgð kristins manns sé gagnvart náttúrunni í ljósi loftslagsvandans og setur fram nýja guðfræði sem hvetur til umhyggju fyrir sköpunarverkinu. Hin bókin nefnist Living With other creatures og er eftir Nýja testamenntisfræðinginn Richard Bauckham. Nálgun hans má kalla græna ritskýringu en hann kafar í texta Biblíunnar og sýnir fram á að hún gefi grundvöll til fordæmingar á þeim umhverfisvanda sem við höfum skapað okkur, að hlutverk mannsins sé að gæta og hlúa að sköpunarverkinu, ekki eyða því. Þá er leitast við að greina þá siðfræði sem er að finna í bókum höfundanna og hvað kristin siðfræði segir um stöðu mannsins gagnvart náttúrunni. Umhverfisvandinn í sínum fjölbreyttu birtingarmyndum er mikilvægasta mál 21. aldarinnar, til þess að sigrast á honum er nauðsynlegt að allir leggi hönd á plóg. Vistguðfræði er framlag kristni og kirkjunnar til þeirrar baráttu.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17962


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sindri Geir BA 2014.pdf471.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna