is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17964

Titill: 
  • Sameiningar innan skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Upplifun millistjórnenda af róttæku breytingaferli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um hlutverk og upplifun millistjórnenda í meiriháttar breytingaferli. Rannsóknartilvikið var sameiningar skóla innan skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Markmiðið var að kanna hvert hlutverk millistjórnenda var í sameiningunum, hvernig samskiptum í þeim var háttað, hvaða stuðning millistjórnendur fengu í gegnum ferlið og hvaða persónulegu áhrif sameiningarnar höfðu á millistjórnendur. Eigindlegri rannsóknaraðferð var beitt og voru viðmælendur valdir með markmiðsúrtaki. Tekin voru sjö djúpviðtöl við aðstoðarskólastjóra sameinuðu skólanna þar sem leitast var eftir upplifun þeirra á þessum stórtæku breytingum sem þeir voru að ganga í gegnum.
    Helstu niðurstöður eru að millistjórnendurnir tóku allir virkan þátt í að leiða breytingarnar í gegn við nýju sameinuðu skólana. Þeirra helstu verkefni voru að skipuleggja sameiningarferlið, tala fyrir breytingunum, miðla upplýsingum til starfsmanna, finna leiðir til þess að fá starfsmenn til liðs við sig og veita starfsmönnum stuðning í ferlinu.
    Það kom skýrt fram að samskiptin í sameiningunum höfðu mikil áhrif á millistjórnendur og hvernig til tókst við að leiða breytingarnar í gegn. Í ljós kom að samskiptin voru illa skipulögð og var sérstaklega mikil óánægja með hvernig staðið var að tilkynningu sameininganna. Einnig kom fram að stór galli samskiptanna var skortur á hlustun frá yfirstjórninni sem varð til þess að traustið til hennar minnkaði verulega.
    Ljóst er að mannlega þættinum við sameiningarnar var ekki sinnt nægjanlega vel og hafði það mikil áhrif á millistjórnendur. Skortur á samskiptum og lítill stuðningur frá yfirmönnum varð til þess að hollusta og starfsánægja millistjórnenda minnkaði til muna og eru enn sem komið er ekki orðin eins og fyrir sameiningarnar. Millistjórnendurnir voru sammála um að reynslan af breytingarferlinu myndi nýtast þeim vel og að þeir væru betri stjórnendur fyrir vikið.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17964


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni.MaríaBirgisdottir.lokaskjal.pdf856.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna