is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17967

Titill: 
  • Vefaukandi sterar. Hver eru áhrifin?
  • Titill er á ensku Anabolic-androgenic steroids. What are the affects?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Notkun vefaukandi stera (anabólískra-andrógenískra stera) er umfjöllunarefni þessarar ritgerðar. Markmiðið er að gera grein fyrir þeim áhrifum og afleiðingum sem einstaklingar verða fyrir sem nota anabólískra-andrógenískra stera (AAS) og eftir að notkun er hætt. Áhrifin geta verið þríþætt og verður leitast við að svara því hver líkamlegu, sálrænu og félagslegu áhrifin eru. Einnig verður skoðað hvort AAS teljist vera fíkniefni. Ritgerðin er byggð á heimildum, þar sem stuðst er við rannsóknir sem sýna fram á áhrif og afleiðingar notkunar á líkama og sál. Líkamlegu áhrifin geta verið sjáanleg ytri áhrif, svo sem bólur, aukinn hárvöxtur, brjóstastækkun karla og aukinn vöðvamassi. Einnig hefur AAS notkun áhrif á líffæri, hjarta- og æðakerfið og lifrina. Meðal áhættuþátta eru skaðleg áhrif á blóðfituna, háþrýstingur, lifrarbilun og lifraræxli, ófrjósemi, blóðtappi, meiðsli á sinum og blöðruhálskrabbamein. Sálræn einkenni, sem eru bæði jákvæð og neikvæð, eru aukið sjálfstraust, líðan um að vera ósigrandi, sælutilfinning, örlyndi, meiri orka, meiri kynlöngun, minni kynlöngun, skapsveiflur, árásarhneigð, pirringur, fjandskapur, hvatvísi, þunglyndi og sjálfsvíg. Félagsleg einkenni eru andfélagsleg hegðun og ofbeldishegðun svo dæmi séu tekin. Jafnframt eru sterk tengsl eru milli steranotkunar og vímuefna sem leitt getur til ávanabindingar þegar AAS eru notaðir með vímuefnum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17967


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.Elsa.Sveinsdottir.pdf715.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna