is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17969

Titill: 
  • Félagsráðgjafar í framhaldsskólum: Starf félagsráðgjafa með nemendum af erlendum uppruna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi byggist á eigindlegri rannsókn sem fór fram haustið 2013 þar sem tekin voru hálfstöðluð viðtöl við tvo félagsráðgjafa sem starfa sem náms- og starfsráðgjafar í framhaldsskólum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna starf félagsráðgjafa með nemendum af erlendum uppruna í framhaldsskólum. Rannsóknarspurningarnar eru: Hvernig upplifa félagsráðgjafar stöðu nemenda af erlendum uppruna? Hvaða aðferðir nota félagsráðgjafar til að nálgast nemendur af erlendum uppruna? Hvað telja félagsráðgjafar að megi betur fara í skólaumhverfinu til þess að bæta megi stöðu nemenda af erlendum uppruna? Auk umfjöllunar um nemendur af erlendum uppruna, skólasamfélagið hér á landi og almennt um félagsráðgjöf þá verður einnig gerð grein fyrir starfi skólafélagsráðgjafa annars vegar og starfi náms- og starfsráðgjafa hins vegar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að lengd dvalar nemenda, tungumálakunnátta þeirra og stuðningur sem foreldrar veita eru þættir sem hafa áhrif á aðlögun og námsgengi nemenda af erlendum uppruna. Félagsráðgjafar halda ekki með skipulögðum hætti utan um erlenda nemendahópa. Nemendum af erlendum uppruna er oftast vísað til félagsráðgjafa af umsjónarkennurum eða íslenskukennurum, en sumir leita til þeirra að eigin frumkvæði. Þjónusta við erlenda nemendur virðist vera mismikil í þeim skólum sem um ræðir. Það sem félagsráðgjöfum finnst að megi laga til að stuðla betur að velgengni nemenda af erlendum uppruna er að styrkja samstarf á milli grunn- og framhaldsskóla annars vegar og hins vegar að hlúa að móðurmálinu. Gott samstarf á milli skólastiga er mikilvæg forsenda fyrir félagsráðgjafa því þá gætu þeir verið betur undirbúnir til að taka á móti nemendum af erlendum uppruna og uppfyllt þarfir þeirra og væntingar.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17969


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ellen_Hong_Van_Truong.pdf523.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna