is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17976

Titill: 
  • Skiptir upprunaland vöru máli? Viðhorf neytenda til íslensks nauta- og lambakjöts
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að afla upplýsinga um viðhorf neytenda til íslensks og erlends lamba- og nautakjöts og hvort upprunaland vöru skiptir neytendur máli. Umræðan um að heimila innflutning á erlendu kjöti er ekki ný af nálinni og í augum margra mikið hitamál. Ef opnað verður fyrir frjálsan innflutning á erlendu lamba- og nautakjöti er áhugavert að kanna hvort neytendur munu halda tryggð við íslenskt lamba- og nautakjöt og hvort upprunaland vöru skiptir þá máli eða hvort aðrir þættir eins og verð hafi áhrif á kaupákvörðun þeirra.
    Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem send var út netkönnun sem 356 manns svöruðu. Helstu niðurstöður benda til að upprunaland kjöts skiptir neytendur máli og að þeir haldi tryggð við íslenskt lamba- og nautakjöt ef opnað verður fyrir frjálsan innflutning á erlendu lamba- og nautakjöti. Afstaða neytenda breytist lítið þegar erlent lambakjöt er á lægra verði en hið íslenska og eru neytendur ólíklegir til þeirra kaupa. Þrátt fyrir að neytendur eru ólíklegir til að kaupa erlent nautakjöt þá aukast líkur á kaupum þegar erlent nautakjöt er á lægra verði en innlent nautakjöt.
    Viðhorf neytenda til íslensks og erlends lamba- og nautakjöts gefur mikilvægja vitneskju um mat og hugsanlegt atferli neytenda á markaði. Upplýsingarnar eru þýðingamiklar við gerð markaðsstefnu fyrirtækja á viðkomandi markaði.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17976


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skiptir upprunaland vöru máli- viðhorf neytenda til íslensks nauta- og lambakjöts.pdf876.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna