is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17990

Titill: 
  • Notkun aldraðra á upplýsinga- og samskiptatækni. Tengsl kynslóða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Upplýsinga- og samskiptatækni (UST) gegnir stóru hlutverki í nútímasamfélagi. Framþróunin hefur verið hröð og tækni á borð við borðtölvur, fartölvur, spjaldtölvur, farsíma, snjallsíma, internetið, þráðlaust internet, 3G, vefmyndavélar, tölvupóst, spjallforrit, umræðuvefi og samfélagsmiðla hefur komið fram á sjónarsviðið. Notkun tækninnar til samskipta er útbreidd á meðal yngri kynslóða sem eru önnum kafnar á meðan elstu kynslóðirnar hafa að einhverju leiti heltst úr lestinni. Tilgangurinn með verkefninu er að kanna hvernig upplýsinga- og samskiptatækninotkun aldraðra geti styrkt tengsl eldri kynslóða við þær sem yngri eru. Verkefnið er rannsóknarritgerð sem byggir á rituðum heimildum.
    Styrkja má tengslin á milli kynslóða með því að leiða þær saman á sameiginlegum tæknilegum vettvangi. Með samstöðu kynslóðanna og samhentu átaki opinberra aðila, fræðimanna, framleiðenda og markaðsfólks má mæta þörfum aldraðra, hvetja þá til þess að tileinka sér tæknina í auknum mæli, hjálpa þeim að yfirstíga hindranir og styðja við stafræna þátttöku þeirra. Aldraðir verða einnig að axla ábyrgð og taka nýjungum með opnum hug. Hafa þarf aldraða með í ráðum við rannsóknir, þróun, hönnun og markaðssetningu á tæknitengdri vöru og þjónustu. Það er sameiginleg ábyrgð allra að upplýsingasamfélagið sé aldursvænt samfélag og að enginn hópur verði fyrir stafrænni útilokun eða jaðarsetningu.
    Lykilorð: Öldrunarfræði, öldrunartæknifræði, aldraðir, upplýsinga- og samskiptatækni, UST, tengsl kynslóða.

  • Útdráttur er á ensku

    Information and communication technologies (ICT) are dominant within today's societies. Advances in the field have been rapid and technologies such as personal computers, laptops, tablets, cell phones, smartphones, the internet, Wi-Fi, 3G, web cameras, e-mail, instant messaging, forums and social media have emerged. These technologies are widely used for communication by members of younger generations who lead busy lifestyles while the elderly have somewhat been left behind. The aim of the study is to explore how the use of information and communication technologies by the elderly can strengthen the intergenerational relationships between them and those who are younger. This dissertation is a research project based on secondary written sources.
    Intergenerational ties can be strengthened by bringing them together on common technological ground. With intergenerational solidarity and joint effort of the public sector, scholars, manufacturers and marketers the needs of the elderly can be met, they can be encouraged to increasingly adopt new technologies, they can be helped to overcome barriers and their digital participation supported. The elderly must also take responsibility and be open minded towards innovations. The elderly must be consulted during research, development, design and marketing regarding technological products and services. The responsibility for an age-friendly information society where no group is digitally excluded or marginalized is shared by everyone.
    Keywords: Gerontology, gerontechnology, elderly, information and communication technology, ICT, intergenerational.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_HGB_prenta.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna