is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/179

Titill: 
  • Hvernig er að vera allt í senn móðir, maki, starfsmaður og nemi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að lýsa upplifun kvenna af því að vera allt í senn mæður, nemar, starfsmenn og makar og hvernig konurnar takast á við þessar aðstæður. Notuð var eigindleg aðferðafræði, sem gaf konunum tækifæri til að tjá sig um eigin reynslu og sýn. Þátttakendur voru sex konur á aldrinum 30-40 ára, sem fundnar voru með hentugleikaúrtaki. Tekið var eitt viðtal við hverja konu, þar sem stuðst var við viðtalsramma matstækisins Occupational Performance History Interview II (OPHI-II). Gagnagreining fór fram með opinni kóðun þar sem fjögur meginþemu voru dregin út úr textanum og í framhaldi af því voru gögnin lesin markvisst yfir og greind nánar með þemun í huga. Þessi meginþemu voru: Krefjandi aðstæður, stuðningur, skipulag og viðhorf til sjálfrar sín og lífsins. Helstu niðurstöður voru þær að allar konurnar upplifðu hlutverk sín og aðstæður krefjandi og að þeim fylgdi álag. Móðurhlutverkið vegur þyngst í lífi kvennanna og reyndu þær allar að setja börnin sín í forgang. Þær fórnuðu tíma fyrir sjálfar sig, líkamsrækt og áhugamál sín til að geta sinnt öðrum stórum og krefjandi hlutverkum. Hjá flestum kvennanna fór lítill tími í að rækta samband við maka og félagsleg tengsl við vini og ættingja sátu á hakanum. Misjafnt var hvernig konurnar tókust á við aðstæður sínar og hlutverk, en nokkrir þættir virtust gera samræmingu hlutverkanna léttari. Stuðningur frá umhverfi var mikilvægur, allar konurnar fengu einhvern stuðning, þó mismikinn og í ólíku formi. Góð skipulagning virtist auðvelda konunum að komast yfir það sem þær þurftu að gera. Jákvætt viðhorf til sjálfrar sín og lífsins gerði konunum betur kleift að snúa aðstæðunum sér í hag og gera raunhæfar kröfur til sín. Rannsóknir sýna að streita og álag eru áhrifaþættir um marga sjúkdóma og því benda niðurstöður þessarar rannsóknar til að konur í þessari stöðu geti verið áhættuhópur um ýmsa heilbrigðiskvilla þar sem þær búa við mikið álag og rækta ekki sjálfar sig. Þörf er á raunsærri umræðu um aðstæður kvenna og þeim þarf að vera ljóst hvaða afleiðingar lífstíll sem einkennist af miklu álagi getur haft á heilsu þeirra. Konur þurfa að gera raunhæfar kröfur til sjálfra sín, en íslensku lífsgildin og þjóðfélagsumræðan veita þrýsting um dugnað og gera það að verkum að konunum finnst sjálfsagt að hafa mörg járn í eldinum. Þetta er í raun málefni er varðar lýðheilsu, en bæta þarf aðstæður kvenna í íslensku samfélagi og ýta þannig undir velferð þeirra og fjölskyldunnar í heild.
    Lykilhugtök: Konur, aðstæður, hlutverkatogstreita.

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
modir.pdf420.84 kBOpinnHvernig er að vera allt í senn móðir, maki, starfsmaður og nemi? - heildPDFSkoða/Opna