is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18001

Titill: 
  • Samstarf vörumerkja. Greining á samstarfi Hreyfingar og Blue Lagoon Spa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Líkamsrækarmarkaðurinn á Íslandi í dag fer ört stækkandi og keppast fyrirtæki við að aðgreina vörumerki sín frá hinum í flórunni. Vörumerkjasamstarf er ein af mörgum leiðum sem fyrirtæki geta farið til þess að aðgreina sig og var sú leið fyrir valinu hjá líkamsræktarstöðinni Hreyfingu sem hóf vörumerkjasamstarf við Bláa Lónið árið 2008. Samstarf Hreyfingar og Blue Lagoon Spa hefur skapað fyrirtækinu góða stöðu á þröngum markaði.
    Markmið verkefnisins var að skoða vörumerkjasamstarf í fræðilegu samhengi og skoða hvaða áhrif slíkt samstarf getur haft á neytendur sem og samstarfsaðila. Vörumerkjasamstarf Hreyfingar og Blue Lagoon Spa var rannsakað frá sjónarhorni viðskiptavina Hreyfingar og annarra tengdra aðila þar sem áhersla var lögð á að skoða viðhorf til samstarfsins og áhrif þess á meðlimi líkamsræktarstöðvarinnar. Megindleg rannsókn var framkvæmd til þess að kanna viðhorf og var hún lögð fyrir póstlista Hreyfingar þar sem bæði meðlimir og aðrir aðilar eiga í hlut. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 621 talsins.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að viðhorf meðlima Hreyfingar til vörumerkjasamstarfsins var jákvæðara en annarra þátttakenda þó báðir hóparnir hafi á heildina litið sýnt fram á jákvætt viðhorf. Kvenkyns þátttakendur voru einnig jákvæðari gagnvart samstarfinu en karlkynsþátttakendur. Niðurstöður gáfu einnig til kynna að vörumerkjasamstarfið hafi ekki haft áhrif á val meðlima á Hreyfingu sem líkamsrækarstöð. Ennfremur kom í ljós að kvenkyns meðlimir telja gefinn afslátt meðlima hjá Blue Lagoon Spa mikilvægari en karlar og að gefinn afsláttur eykur líkurnar á því að verslað sé við heilsulindina.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18001


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samstarf vörumerkja.pdf1.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna