is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18003

Titill: 
  • Afbrot og fangelsun ungmenna. Félagslegar afleiðingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í heimildaritgerð þessari er fjallað um afbrot og fangelsun ungmenna á aldrinum 15 til 18 ára. Markmið með ritgerðinni er að veita innsýn inn í þá félagslegu þætti sem ýta undir afbrotahegðun ungmenna. Fjallað er um þær félagslegu afleiðingar sem ungmenni verða fyrir við fangelsun og hvernig hægt er að koma í veg fyrir áframhaldandi afbrotahegðun. Fangelsismálastofnun er skoðuð með hliðsjón af ungmennum í fangelsum og einnig er farið yfir þau úrræði sem Barnaverndarstofa hefur til boða fyrir börn í afbrotum. Niðurstöður heimildaritgerðarinnar sýna að fjölmargir þættir hafi áhrif á hvort ungmenni brjóti af sér eða ekki. Bágar heimilisaðstæður, slæmar fyrirmyndir, ótraust nærumhverfi og vanræksla eru allt þættir sem hafa áhrif á það hvort ungmenni leiðast út í afbrot eða ekki. Niðurstöður ritgerðarinnar gefa einnig til kynna að ungmenni sem lenda í fangelsi verða fyrir fjölmörgum félagslegum áhrifum. Fordómar og skilningsleysi samfélagsins kemur í veg fyrir fulla þátttöku ungmennis í námi og starfi. Einnig er hætta á því að samfélagið stimpli ungmennið sem afbrotamann sem leiðir til enn frekari afbrotahegðunar. Úrræði Barnaverndarstofu eru fjölbreytt og ná til fjölbreytts hóps ungmenna í afbrotum. Til þess að koma í veg fyrir afbrotahegðun ungmenna er mikilvægt að efla nærumhverfi hans og fjölga þeim fyrirmyndum sem styrkja jákvæða hegðun.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18003


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð_Sjöfn Guðlaugsdóttir (4).pdf703.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna