is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18006

Titill: 
  • Hiti hjá börnum yngri en þriggja mánaða á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Hiti hjá ungum börnum er yfirleitt einkenni sýkingar. Hiti er krefjandi vandamál þar sem erfitt getur reynst að greina á milli ungra barna sem hafa alvarlegar sýkingar eins og heilahimnubólgu, blóðsýkingu og þvagfærasýkingu og þeirra sem hafa meinlausari sýkingar. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna orsakir hita hjá börnum yngri en þriggja mánaða sem leitað var með á Bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins (BMB), kanna hvernig greiningu og meðferð var háttað og hver afdrif barnanna voru.
    Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til barna yngri en þriggja mánaða sem komu á BMB á tímabilinu 1. janúar til 31. desember árið 2013 og voru með hita ≥ 38°C, annað hvort mældann á bráðamóttöku eða heima fyrir. Leitað var eftir sjúklingum sem voru með hita skráðann sem ástæðu komu í rafrænu sjúkrarskrárkerfi Landspítala.
    Niðurstöður: Alls voru 212 börn yngri en þriggja mánaða með 223 tilfelli veikinda með hita en börn með fleiri en eitt tilfelli veikinda voru skráðir sem aðskildir sjúklingar í þýðinu. Drengir voru 121 (54%) en stúlkur voru 102 (46%). Algengustu orsakir hita á tímabilinu voru ótilgreind veirusýking (31,4%), efri öndunarfærasýking (17,9%), neðri öndunarfærasýking (14,3%), hiti af óþekktri orsök, (11,2%) þvagfærasýking (10,8%) og miðeyrnabólga (6,7%). Sjúklingar með alvarlega bakteríusýkingu (þvagfærasýking, blóðsýking eða heilahimnubólga) voru 28 eða 12,6% sjúklinga, af þeim voru 24 með þvagfærasýkingu, sjö með blóðsýkingu og einn með heilahimnubólgu. Sjúklingar á aldrinum 0-1 mánaða voru marktækt oftar með alvarlegar bakteríusýkingar (24,3%, p=0,015) miðað við sjúklinga á aldrinum 2-3 mánaða (7,6%). Þvagfærasýkingar voru marktækt algengari hjá drengjum en stúlkum, (p=0.01). Algengasta rannsóknin sem var framkvæmd var mæling á C-reaktívu próteini (CRP) (91%) en 68% sjúklinga voru rannsakaðir frekar. Alls voru 40% sjúklinga lagðir inn og 45 % fengu sýklalyf.
    Ályktanir: Orsakir hita hjá börnum sem leita á bráðamóttöku voru margvíslegar. Veirusýkingar voru ríkjandi en allstór hópur var með alvarlegar bakteríusýkingar eða 12,6% sjúklinga. Börn í yngsta aldurshópnum voru oftar með alvarlegar bakteríusýkingar en eldri börn og algengasta alvarlega bakteríusýkingin, þvagfærasýking var marktækt algengari hjá drengjum.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18006


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hiti_hjá_ungum_börnum_Sigrún_Lína_Pétursdóttir.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna