is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18010

Titill: 
  • Tengsl félagslegrar stöðu og heimilisofbeldis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Heimilisofbeldi er þjóðfélagsmein sem felur í sér mikla skerðingu á lífsgæðum þeirra sem fyrir því verða og er það heilsufarsvandamál sem getur haft töluverð áhrif á líkamlega og andlega heilsu kvenna. Settar hafa verið fram þær staðhæfingar að ákveðnir hópar séu líklegri en aðrir til að beita ofbeldi og að verða beittir ofbeldi og séu það hópar sem búa við slæma félagslega stöðu. Meginmarkmiðið með gerð þessarar ritgerðar er að skoða hvort og hvernig félagsleg staða og heimilisofbeldi tengjast. Skoðaðar voru rannsóknir til að varpa ljósi á það hvort félagsleg staða þolenda og gerenda í ofbeldismálum sé verri en annarra.
    Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að tengsl eru á milli þess að beita heimilisofbeldi og að vera beittur heimilisofbeldi annars vegar og félagslegrar stöðu hins vegar. Þeir einstaklingar sem búa við slæma félagslega stöðu eru líklegri en aðrir bæði til að beita heimilisofbeldi og að verða beittir heimilisofbeldi. Því er mikilvægt að fagfólk hafi þekkingu og getu til að veita þá þjónustu og úrræði sem þörf er á. Það þarf að læra að þekkja einkenni ofbeldisins og skima fyrir því hjá skjólstæðingum sínum. Sérstaklega í ljósi þess að þeir sem beittir eru ofbeldi eru oft í verri félagslegri stöðu en aðrir og vandinn getur því orðið margþættur.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1Ragnheiður Braga Geirsdóttir.pdf846.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna