is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18015

Titill: 
  • Heimsóknir barna í fangelsi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hér verður fjallað um heimsóknir barna í fangelsi og þau áhrif sem slíkar heimsóknir geta haft á börn, fanga og fjölskyldur þeirra. Þau áhrif sem um ræðir eru einkum á tengslamyndun barns og foreldra og svo lífsskeið barns. Tengslamyndun er lykilatriði í myndun trausts einstaklings til foreldris eða helsta umönnunaraðila þess. Skorti barn tengsl á fyrstu tveimur árum í lífi þess mun það hafa varanleg áhrif á mótun einstaklings. Því eru heimsóknir barna til foreldra sinna í fangelsi óneitanlega mikilvægar svo hægt sé að viðhalda tengslum. Einnig svo hægt sé að takmarka það tjón sem fjölskyldur verða fyrir þegar foreldri hefur afplánun í fangelsi. Á Íslandi í dag tíðkast að börn heimsæki foreldri sitt í fangelsið sjálft en rannsóknir benda til þess að slíkt sé varhugavert og ógnvekjandi fyrir börn. Nauðsynlegt er því að finna önnur úrræði til að þjónusta fjölskyldur á þennan hátt. Íslendingar hafa brugðið á það ráð að veita föngum leyfi til að hitta fjölskyldur sínar í sumarhúsi í stað þess að heimsóknin fari fram innan veggja fangelsis. Aðbúnaður til heimsókna er á mörgum stöðum óviðunandi svo áríðandi er að yfirvöld kappkosti við að bæta núverandi aðstöðu og þjónustu við fjölskyldufólk. Noregur er þjóð sem Íslendingar hafa lengi vel borið sig saman við. Að nokkru leyti mætti taka til fyrirmyndar þau úrræði sem Norðmenn hafa í boði fyrir fjölskyldur fanga og nýta þannig fyrirliggjandi þekkingu til að gera þjónustuna í íslenskum fangelsum enn betri.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18015


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gudrunmagnea-heimsoknirbarnaifangelsi-lokaskjal.pdf413.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna