is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18018

Titill: 
  • Kynheilsa HIV smitaðra karlmanna og innkirtlavandamál hjá HIV sjúklingum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Efnaskiptavandamál hjá HIV smituðum einstaklingum eru algeng.
    European AIDS clinical society (EACS) gefur út klínískar leiðbeiningar um hvernig haga skuli eftirliti með efnaskiptum svo sem blóðsykri, blóðfitum og beinþéttni hjá HIV smituðum einstaklingum. Einnig eru gefnar út klínískar leiðbeiningar varðandi kynheilsu HIV smitaðra einstaklinga. Göngudeild smitsjúkdóma LSH notar slíkar leiðbeiningar í sínu starfi. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Annars vegar að kanna hvernig viðurkenndum tilmælum um eftirfylgni með tilteknum efnaskiptamælistikum er fylgt á göngudeild smitsjúkdóma og hins vegar að gera rannsókn á kynheilsu og hormónabúskap karla sem eru á cART meðferð.
    Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var bæði framskyggn og afturskyggn. Í fyrra hluta hennar voru breyturnar kólesteról, HDL, þríglyseríð, glúkósi, langtímasykurgildi, kalk, fosfat, alkalínískur fosfatasi og beinþéttnimæling skoðaðar í sjúkraskrám á árunum 2011-2013 hjá öllum HIV smituðum einstaklingum hjá göngudeild smitsjúkdóma á LSH. Í seinni hluta rannsóknarinnar var kynheilsa HIV smitaðra karlmanna skoðuð. Þeir fengu sendan spurningalista IIEF-5 þar sem spurt var út í kynheilsu, farið var yfir kynheilsuskráningar á árunum 2011-2013 í sjúkraskrám og að lokum voru hormónin heildar testósterón, virkt testósterón, LH og prólaktín mæld.
    Niðurstöður: Mælingar á blóðfitu, blóðsykri og beinþéttni voru skoðaðar í sjúkraskrám hjá 175 HIV smituðum sjúklingum. Breyturnar voru mældar hjá 2,3-86,0% sjúklinga. Tuttugu og sex HIV smitaðir karlmenn svöruðu spurningalista um kynheilsu. Helmingur svarenda sagði að sér þætti frekar auðvelt eða mjög auðvelt að ræða risvandamál við lækni eða annað heilbrigðisstarfsfólk. Hinsvegar sögðu 80,8% svarenda að læknir hefði ekki spurt sig um risvandamál. Spurningalistinn metur risvandamál og var IIEF-5 stigafjöldi reiknaður hjá 13 HIV smituðum karlmönnum. Af þeim reyndust 69,2% vera með risvandamál af einhverju tagi og áttu 7 af 13 karlmönnum eða um 54% við alvarlegt risvandamál að stríða. Á árunum 2011-2013 voru 24,1% HIV smitaðra karlmanna með kynheilsu skráða í sjúkraskrá einu sinni eða oftar.
    Ályktanir: Klínískum leiðbeiningum um efnaskiptaeftirlit er ekki fylgt með fullnægjandi hætti. Tíðni risvandamála hjá HIV smituðum karlmönnum er há. Skráningu á kynheilsu HIV smitaðra karlmanna í sjúkskrám er ábótavant. Tíðni testósterónskorts virðist vera tvöfalt hærri en í heilbrigðu þýði.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18018


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.s. ritgerð Sigríður María Kristinsdóttir.pdf549.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna