is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18023

Titill: 
  • Viðhorf til fólks með fötlun: Hetjudýrkun eða aumingjagæska?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðhorf fólks eru mikilvæg vegna þess að viðhorf brjótast oft út í hegðun. Í þessari ritgerð er fjallað um viðhorf til fólks með fötlun og spurt er hvort að tegund fötlunar hafi áhrif á viðhorf.
    Ein af niðurstöðum ritgerðarinnar er sú að fólk með andlegar fatlanir og þroskahamlaðir verða fyrir neikvæðustu viðhorfunum á meðan jákvæðustu viðhorfin eru gagnvart skyn-og hreyfihömluðum. Í hollenskri rannsókn kom fram að eldri karlmenn, með litla menntun hafa neikvæðustu viðhorfin á meðan yngri, vel menntaðar konur eru jákvæðastar gagnvart fólki með fötlun.
    Þá er fjallað um leiðir til viðhorfsbreytinga og ber þar hæst að nefna samveru og samræður fatlaðra við ófatlaða, en það er talin vera besta leiðin til þess að skapa jákvæð viðhorf gagnvart fólki með fötlun. Mikilvægt er að fatlað fólk sé sýnilegra í samfélaginu, þannig að einu tengsl almennings við fatlað fólk séu ekki eingöngu í gegnum fjölmiðla, sem oft draga upp fremur neikvæða mynd af fötluðu fólki. Skoðaðar eru skilgreiningar á fötlun og út frá meirihluta þeirra má leiða líkur að því að það sé samfélagið sem fatli fólk með skerðingar, því það geri ekki ráð fyrir fjölbreytileika mannlífsins.
    Í sérstökum kafla var fjallað um tengsl félagsráðgjafa við málaflokkinn en þar kemur fram að þekkingu félagsráðgjafa á málefnum fatlaðs fólks er víða ábótavant. Tekin voru fjögur upplýsingaviðtöl fyrir ritgerðina og því eru upplýsingar frá viðmælendum fléttaðar inn í fræðilegar heimildir ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18023


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðhorf-Prentúgáfa.pdf636.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna