is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18024

Titill: 
  • Áfengis- og vímuefnasýki í fjölskyldum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um hvaða áhrif áfengis- og vímuefnasýki einstaklinga í fjölskyldum getur haft á aðra fjölskyldumeðlimi. Tilgangurinn er að varpa ljósi á hvernig vímuefnasýki hefur áhrif á fjölskylduna í heild sinni, en ekki aðeins á þann vímuefnasjúka. Fjallað verður um áhrif áfengis- og vímuefnasýki í parasamböndum og hvaða áhrif það getur haft á börn að alast upp við slíkar aðstæður.
    Helstu niðurstöður þessarar ritgerðar eru að vímuefnasýki getur haft alvarleg og langvarandi skaðleg áhrif á alla fjölskyldumeðlimi, ekki einungis þann vímuefnasjúka. Því veikari sem sá vímuefnasjúki er og því lengur sem viðkomandi glímir við sjúkdóminn, því meiri áhrif getur það haft á meðlimi fjölskyldunnar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að vímuefnasýki einstaklinga getur haft andleg, líkamleg og félagsleg áhrif á aðstandendur þeirra. Börn sem alast upp við vímuefnasýki geta orðið fyrir miklum áhrifum vegna neyslu foreldra sinna, en rannsóknir hafa sýnt fram á að því eldra sem barnið er minnka skaðleg áhrif vímuefnasýkinnar. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að það hefur mismunandi áhrif á börn hvort það er faðir eða móðir sem glímir við vímuefnasýki og að þau áhrif margfaldist ef báðir foreldrarnir eru vímuefnasjúkir. Síðastliðin 20 ár hefur sjónum verið beint að systkinasamböndum vegna hugmynda um að systkini hafi áhrif hvert á annað og spili stórt hlutverk í lífi og þroska hvers annars. Rannsóknir sýna jafnframt að vímuefnasjúkar fjölskyldur eru líklegri til þess að sýna einkenni meðvirkni í samanburði við aðrar fjölskyldur.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áfengis-og vímuefnasýki i fjölskyldum - Diljá Ólafsdóttir.pdf508.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna