is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18027

Titill: 
  • Kynferðisofbeldi. Áhrif á daglegt líf þolenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir sýna að kynferðisofbeldi hefur víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir því verða. Konur og karlar ganga í gegnum mikla erfiðleika eftir kynferðisofbeldi og eru líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar ofbeldisins alvarlegar og langvinnar. Líkamlegar og sálrænar afleiðingar kynferðisofbeldis hafa mest verið skoðaðar og því er skortur á rannsóknum sem skoða félagslegar afleiðingar kynferðisofbeldis. Í þessari ritgerð er leitast við að kanna stöðu þekkingar á félagslegum afleiðingum kynferðisofbeldis, hvernig karlar og konur takast á við afleiðingarnar og hver aðkoma félagsráðgjafa er í vinnu með þolendum kynferðisofbeldis.
    Félagsráðgjafar sem vinna með þolendum kynferðisofbeldis þurfa að þekkja sambandið á milli ofbeldis og afleiðinga sem það hefur á þolendur í hinu daglegu lífi. Að baki erfiðleikum eins og atvinnuleysi, erfiðum fjölskyldutengslum og erfiðum tengslum við börn og maka, þunglyndis og áfengis- og vímuefnafíkn liggur oft kynferðislegt ofbeldi í æsku eða á fullorðinsárum. Félagsráðgjafar þurfa að búa yfir þekkingu til að greina afleiðingar kynferðisofbeldis og meta stuðning sem beinist að því að vinna með rætur afleiðinganna. Þeir búa yfir kenningarlegum nálgunum og vinnuaðferðum sem gagnast þolendum kynferðisofbeldis til að takast á við afleiðingar þess.
    Til Stígamóta, ráðgjafar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir þolendur kynferðisofbeldis, geta þolendur og aðstandendur þeirra leitað til ráðgjafar og fræðslu. Þar vinna þrír félagsráðgjafar ásamt öðru fagfólki við að aðstoða fólk til sjálfshjálpar eftir ofbeldi sem það hefur orðið fyrir. Ljóst er þó að með aukinni umræðu um félagslegar afleiðingar kynferðisofbeldis er aukin þörf á félagsráðgjöf á öðrum sviðum, til dæmis innan félags- og heilbrigðisþjónustunnar.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18027


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dóra Ingibjörg Valgarðsdóttir- FRG261L-BA ritgerð.pdf693.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna