is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18036

Titill: 
  • Frá náttúrunnar hendi. Um tilvistarmöguleika konunnar í heimspeki Søren Kierkegaard og Simone de Beauvoir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samkvæmt heimspeki Søren Kierkegaard örvæntir mannssjálfið af því að það getur hvorki tengst sjálfu sér né guði. Örvænting er sótt andans. Sjálfsvitund er forsenda þess að sjálfið geti áttað sig á aðstæðum sínum og losnað meðvitað úr fjötrum örvæntingar. Kierkegaard birti verk sín sitt á hvað undir dulnefnum og eigin nafni. Sökum þessa er vandmeðfarið að vita hvort verkin birti sannfæringu Kierkegaard sjálfs eða hvort verkin hafi átt að vekja umhugsun og athygli á umræðuefninu. Í verkum hans er þó skoðanasvipur með hugmyndum hans um eðli konunnar, en Kierkegaard og dulnefni hans virðast ljá konunni formerki náttúrunnar en karlinum formerki andans. Einnig telur Kierkegaard ákveðna eðliseiginleika í kvenleikanum sjálfum sem aftra konunni að komast upp á stig andans.
    Simone de Beauvoir gefur lítið fyrir heimspeki um eðli konunnar eða „hinn eilífa kvenleika“ og dæmir hana sem goðsagnir og afurðir feðraveldisins. Konan er Hinn í karlmiðuðum heimi og setningar eins og „konan er frá náttúrunnar hendi“ eru réttlætingar feðraveldisins ætlaðar til þess að halda konunni áfram á sínum stað, í íveru. Í íveru er sjálfið hindrað í að takast á við frjáls skapandi verkefni, það staðnar í tilveru sinni og verður hlutgert. Sjálf er ekki frjálst nema það teygi sig stöðugt í átt að frelsinu og hámarki frelsi sitt þannig í sífellu. Slíkt ástand kallast „handanvera“. Konan er dæmd til íveru í núverandi stöðu sinni, en karlinn hefur þau forréttindi að takast á við handanveru.
    Eðli ritgerðar er samanburður á tilvistarmöguleika konunnar hjá báðum heimspekingum. „Tilvist“ í þessu samhengi vísar til frjáls sjálfs í handanveru (Beauvoir) eða sjálfs sem öðlast örvæntingarlausn (Kierkegaard). Vegna náttúrulegs eðlis konunnar í kenningum Kierkegaard á hún erfitt með að uppfylla andleg skilyrði örvæntingarlausnar. Beauvoir setur hinsvegar félagsleg og efnahagsleg skilyrði fyrir því að konan geti átt möguleika á frjálsu sjálfi, og til að byrja með þarf að losna við alla umræðu um „kynbundið eðli“, sem er hindrun konunnar í átt að handanveru.
    Tilgáta ritgerðar er að kenning Beauvoir geti virkað sem lausn við vanda konunnar í heimspeki Kierkegaard. Ef eðlisskilgreiningar konunnar yrðu upprættar úr heimspeki Kierkegaard eins og Beauvoir upprætir þær, gætu konur öðlast kierkegaardíska tilvist.

Samþykkt: 
  • 9.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frá náttúrunnar hendi3.pdf454.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna