is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18045

Titill: 
  • Íhlutun lita í markaðsstarfi: Hvaða merkingu hafa litir á myndmerkjum í huga fólks?
  • Titill er á ensku Color impact in marketing: What do colors mean in peoples minds?
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Öll eigum við okkar uppáhaldslit og er það ekki að ástæðulausu að orðatiltækið „að gefa lífinu lit“ er notað yfir eitthvað sem lífgar upp á okkur. Litir eru taldir hafa bæði sálfræði- og lífefnafræðileg áhrif á okkur og skýra rannsóknir erlendis frá að litir geti haft áhrif á hvernig neytendur skynji til dæmis vörumerki, umbúðir og vörur og að litir geti breytt viðhorfi neytenda til þessara þátta. Litir hjálpa neytendum að taka ákvörðun um hvaða vörumerki eigi að velja, flýta fyrir ákvarðanatökunni og auka sjónrænt virði vörumerkisins.
    Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt: Í fyrsta lagi að kanna hvaða atriði þátttakendur tengja við sex mismunandi liti þegar þeir eru lagðir á tvö myndmerki og hins vegar að athuga hvort að það sé munur á svörum þátttakenda milli þessara tveggja myndmerkja. Lítið hefur verið um rannsóknir á þessu sviði á Íslandi og gætu niðurstöðurnar hugsanlega nýst stjórnendum markaðsmála við val á litum á vörumerkjum sínum og jafnvel yfirfært niðurstöðurnar á markaðsstarfið yfir höfuð.
    Rannsóknin var unnin á eins og hálfs árs tímabili, byrjaði á vorönn 2013 og lauk í enda vorannar 2014. Tvær kannanir voru sendar út á tímabilinu þar sem kannað var hvaða fyrirfram gefnu atriði þátttakendur tengdu við sex fyrirfram gefna liti. Kannanir 1 og 2 voru eins upp byggðar fyrir utan eitt atriði, myndmerkin sem litirnir voru lagðir á voru mismunandi. Í báðum tilvikum var notast við hentugleikaúrtak og voru spurningalistarnir sendir á nemendur í Háskóla Íslands. Í könnun 1 sem send var út á vorönn 2013, bárust 269 svör og í könnun 2 sem send var út á vorönn 2014, fengust 432 svör.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að litirnir svartur og blár séu umdeildir og tengdu þátttakendur í könnun 1 neikvæðari atriði við svarta litinn en þátttakendur í könnun 2. Litirnir grænn, gulur og fjólublár voru allir taldir glaðlegir litir og rauði liturinn æsandi og fallegur. Þegar kom að kynjamun virtust litirnir gulur og fjólublár vera þeir umdeildustu en konur tengdu almennt jákvæðari atriði við þessa liti. Rauður var umdeildasti liturinn á milli yngri og eldri aldurshópa en svo virðist sem eldri þátttakendum líki betur við rauða litinn en yngstu þátttakendunum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS 09.05 Yfirfarið.pdf848.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna