is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18065

Titill: 
  • Meira í orði en á borði: Notendasamráð í félagsráðgjöf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Notendasamráð er skilgreint sem aðferð þar sem notandi kemur að mótun sinnar eigin þjónustu í samráði við þjónustuaðila og byggir á valdeflingu og þátttöku notenda. Í starfsáætlunum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar síðastliðin tíu ár er að finna skilgreiningu á notendasamráði og hvernig standa skuli að því. Skilgreiningin hefur þó tekið breytingum síðan 2004 og benda niðurstöður ritgerðarinnar til þess að Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafi dregið úr vægi hlutdeildar notenda.
    Notendasamráð og félagsráðgjöf eiga bæði rætur sínar að rekja til aukinnar áherslu á félagslegt réttlæti og mannréttindi og því áhugavert að athuga hvort notendasamráð sé viðhaft í starfi félagsráðgjafa hjá félagsþjónustu sveitarfélaga. Samhliða því var skoðað hvernig kennsla í notendasamráði við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands hefur þróast. Viðtöl voru tekin við fjóra félagsráðgjafa sem starfa á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Samkvæmt niðurstöðum viðtalanna telja viðmælendur að lög, reglur, skilgreiningar, þekking og viðhorf séu þættir sem gera það að verkum að notendasamráð eigi sér ekki stað samkvæmt kenningarlegum grunni þess. Svo virðist sem hentugleiki þjónustuaðila ráði úrslitum um hvort notendasamráð eigi sér stað í þjónustunni. Notendasamráð í félagsþjónustunni virðist því vera meira í orði en á borði.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Kristín Magnúsdóttir.pdf587.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna